Tilkynningaskyldu vegna forgangsréttar að húsaleigu hefur verið snúið við þannig að leigusali þarf, eftir að breytt lög taka gildi, að tilkynna leigjanda um að leigusamningur sé að renna út og vekja athygli á forgangsrétti hans að áframhaldandi leigu á húsnæðinu.
Tilkynningaskyldu vegna forgangsréttar að húsaleigu hefur verið snúið við þannig að leigusali þarf, eftir að breytt lög taka gildi, að tilkynna leigjanda um að leigusamningur sé að renna út og vekja athygli á forgangsrétti hans að áframhaldandi leigu á húsnæðinu.
Tilkynningaskyldu vegna forgangsréttar að húsaleigu hefur verið snúið við þannig að leigusali þarf, eftir að breytt lög taka gildi, að tilkynna leigjanda um að leigusamningur sé að renna út og vekja athygli á forgangsrétti hans að áframhaldandi leigu á húsnæðinu.
Þetta kemur fram í Dagmálum, en þar ræðir Hildur Ýr Viðarsdóttir hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins breytingar á húsaleigulögum sem taka gildi 1. september. Lögin taka til leigusamninga sem komast á eftir gildistöku þeirra.
Réttur leigjanda til þess að leigja húsnæði áfram eftir að leigutíma lýkur hefur verið ríkur, að því gefnu að húsnæði sé áfram í útleigu. Fram til þessa hefur sú ábyrgð þó hvílt á leigjanda að tilkynna leigusala að hann hyggist nýta sér forgangsrétt sinn, en nú styttist í að þar verði breyting á.
„Leigusali sem er að leigja húsnæðið sitt með tímabundnum leigusamningi þarf að vera á vaktinni og þegar farið er að styttast í að leigusamningur renni út þarf hann að senda tilkynningu, skriflega, með sannanlegum hætti, á leigjanda um að leigjandinn hafi forgangsrétt og hvort hann ætli að nýta sér hann eða ekki. Ef leigusalinn klikkar á frestinum og gleymir að senda tilkynningu um forgangsrétt leigjandans, á leigjandinn rétt á að vera áfram í leiguhúsnæðinu,“ útskýrir Hildur Ýr.
Ef tilkynning er ekki send á leigjandi rétt á að leigja eignina áfram, óháð því hvort leigusali hugðist hafa húsnæðið áfram í útleigu að leigutíma loknum. Leigusalar þurfi því að vera vakandi fyrir þessu.
Forgangsrétturinn felur það í sér að leigusali getur ekki ákveðið að skipta um leigjanda að leigutíma loknum eftir eigin geðþótta. Fyrir því þurfa að vera löggildar ástæður.
„Ef hann ætlar ekki að leigja leigjandanum eignina áfram, verður hann að gefa upp ástæður og það verða að vera þær ástæður sem eru tilgreindar í lögunum.“
Hildur Ýr fer nánar yfir þær löggildu ástæður sem gera leigusala kleift að skipta um leigjanda í Dagmálum, auk þess að ræða aðrar breytingar á löggjöfinni sem snerta aðila að leigusamningi.