„Nú kemur þessi glæsilega bomba“

Dagmál | 24. júlí 2024

„Nú kemur þessi glæsilega bomba“

Eins og margir aðrir var Árni Baldursson að vonast til þess að þetta sumar yrði ekki hræðilegt, þegar kemur að laxveiði. Yrði bara svona frekar lélegt. „Svo kemur bara þessa bomba. Það er stórglæsilegt,“ segir hann í Dagmálsþætti sem birtur var fyrr í vikunni.

„Nú kemur þessi glæsilega bomba“

Dagmál | 24. júlí 2024

Eins og margir aðrir var Árni Baldursson að vonast til þess að þetta sumar yrði ekki hræðilegt, þegar kemur að laxveiði. Yrði bara svona frekar lélegt. „Svo kemur bara þessa bomba. Það er stórglæsilegt,“ segir hann í Dagmálsþætti sem birtur var fyrr í vikunni.

Eins og margir aðrir var Árni Baldursson að vonast til þess að þetta sumar yrði ekki hræðilegt, þegar kemur að laxveiði. Yrði bara svona frekar lélegt. „Svo kemur bara þessa bomba. Það er stórglæsilegt,“ segir hann í Dagmálsþætti sem birtur var fyrr í vikunni.

Hann segir náttúruna vera að borga til baka eftir góða umgengni Íslendinga við árnar. Regluverkið hér á landi og hvernig gengið er um árnar sé það besta í heimi, „mínus fiskeldi.“

Árni bendir á að víða megi í dag hirða einn smálax á dag en sífellt fleiri geri það ekki margir veiðimenn sleppi öllum fiski. „Ekki einu sinni laxaplast í skottinu,“ og allir eru ánægðir með þetta.

Í viðtalsbrotinu sem fylgir með fréttinni ræðir Árni þá ánægjulegu stöðu sem komin er upp í laxveiðinni á Íslandi. Nú stefnir í langþráð gott veiðiár eftir fimm léleg ár. Þetta gerist á sama tíma og laxveiðin í Noregi hefur hrunið. Árni Baldursson var gestur Dagmála á mánudag og fór hann þar yfir þá stöðu sem blasir við. Hrunið í Noregi þarf kannski ekki að koma á óvart þegar horft er á stöðuna. Veiðimenn drepa hátt hlutfall af þeim fiski sem veiðist og gildir þá einu hvort um er að ræða stórlax eða ekki. 

Rík netaveiðihefð er í Noregi og net eru í flestum fjörðum og þar verða mikil afföll áður en laxinn nær í ferskvatn. Flestir firðir Noregs eru þar að auki með sjókvíaeldi og þar um þarf laxinn að fara. Fyrst sem seiði á leið á fæðuslóð í hafinu og svo aftur þegar hann heldur heim til að tryggja næstu kynslóð Atlantshafslaxins.

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is