Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði Bandaríkjaþing fyrr í dag. Hann hvatti þar til frekari samstöðu Bandaríkjanna og Ísraelsríkis og sagði að Ísrael hefði ekki í hyggju að festa rætur á Gasasvæðinu.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði Bandaríkjaþing fyrr í dag. Hann hvatti þar til frekari samstöðu Bandaríkjanna og Ísraelsríkis og sagði að Ísrael hefði ekki í hyggju að festa rætur á Gasasvæðinu.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði Bandaríkjaþing fyrr í dag. Hann hvatti þar til frekari samstöðu Bandaríkjanna og Ísraelsríkis og sagði að Ísrael hefði ekki í hyggju að festa rætur á Gasasvæðinu.
Þá skaut Netanjahú föstum skotum á Íran, sem og fólk sem hefur mótmælt aðgerðum Ísraelsmanna í átökunum, sem hann sagði vera „nytsama sakleysingja Írans“.
Netanjahú sagði átökin sem geisa á Gasasvæðinu ekki vera átök tveggja siðmenninga, heldur væru þau átök milli siðmenningar annars vegar og villimennskunnar hins vegar.
Þá hvatti hann til frekari samstöðu á milli Bandaríkjanna og Ísraels, og sagði Íran og bandamenn Írans vera ógnaröxulveldi Mið-Austurlanda.
Nokkur hundruð mótmælendur komu saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókn Netanjahús, en einnig voru mótmæli í öðrum borgum Bandaríkjanna. Beittu lögreglumenn piparúða á hluta þeirra mótmælenda sem voru við þinghúsið.
„Skilaboð mín til mótmælenda eru þessi: Þegar einræðisherrarnar í Teheran, sem hengja samkynhneigða og myrða konur fyrir að hylja ekki hárið sitt, sýna ykkur stuðning, vekja athygli á ykkur og styrkja ykkur, þá hafið þið opinberlega gerst nytsamir sakleysingjar Írans,“ sagði Netanjahú.
„Daginn sem við sigrumst á Hamas, getur Gasasvæðið risið á ný. Ég sé fyrir mér Gasa án hernaðar- og öfgaafla,“ sagði hann og að það væri ekki ætlun Ísraelsríkis að festa rætur á Gasa, heldur að byggja upp borgaralegt afl á svæðinu undir stjórn Palestínumanna.
„Á Gasasvæðinu ætti að vera borgaralegt afl undir stjórn Palestínumanna. Afl sem sækist ekki eftir eyðileggingu Ísraels,“ sagði hann.
Netanjahú hrósaði Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir þrotlaust starf í þágu gíslanna í haldi Hamas.
Þá hrósaði hann einnig Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í hástert. Hann hrósaði Trump fyrir fjölda málefna.
Nefndi hann í því samhengi Abraham-samkomulagið, viðurkenningu Trumps á óskoruðu valdi Ísraels á Gólanhæðum og fyrir að sporna gegn yfirgangi Írans, sem og viðurkenningu Trumps á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og ákvörðun hans um að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað.