Charlene prinsessa af Mónakó vakti töluverða athygli á dögunum fyrir djarfan klæðaburð. Við opnun sýningarinnar La flamme Olympique au fil des temps mætti hún í eldrauðum samfestingi frá Elie Saab.
Charlene prinsessa af Mónakó vakti töluverða athygli á dögunum fyrir djarfan klæðaburð. Við opnun sýningarinnar La flamme Olympique au fil des temps mætti hún í eldrauðum samfestingi frá Elie Saab.
Charlene prinsessa af Mónakó vakti töluverða athygli á dögunum fyrir djarfan klæðaburð. Við opnun sýningarinnar La flamme Olympique au fil des temps mætti hún í eldrauðum samfestingi frá Elie Saab.
Samfestingurinn var ermalaus með v-hálsmáli og tekinn saman í mittið með skrautlegri nælu. Þá voru buxnaskálmarnar útvíðar sem gerði samfestinginn skemmtilega öðruvísi.
Prinsessan valdi að vera í gullsandölum við samfestinginn, eldrauðan varalit og látlausa eyrnalokka.
Charlene er þekkt fyrir að fara eigin leiðir þegar kemur að því að móta sinn persónulega fatastíl og minnisstætt er þegar hún rakaði hárið af hálfu höfðinu.
Charlene hikar ekki við að vera í djörfum samfestingum ef svo ber undir, ólíkt öðrum kvenkyns meðlimum konungsfjölskyldna í Evrópu. Katrín prinsessa af Wales hefur til dæmis aldrei sést í samfestingi svo vitað sé til og ekki heldur Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Það er aðeins Letizia Spánardrottning sem gæti talist álíka djörf í klæðavali og Charlene prinsessa.