Stórfyrirtæki stefna á starfsemi í Breiðholti

Vöruhús við Álfabakka 2 | 24. júlí 2024

Stórfyrirtæki stefna á starfsemi í Breiðholti

Stórfyrirtæki hyggjast hefja starfsemi á tveimur lóðum að Álfabakka 2 og 4 í Breiðholti innan tveggja ára. Samanlagt er áætlað að byggingarmagn verði um 17 þúsund fermetrar.

Stórfyrirtæki stefna á starfsemi í Breiðholti

Vöruhús við Álfabakka 2 | 24. júlí 2024

Uppbygging er hafin undir starfsemi Haga.
Uppbygging er hafin undir starfsemi Haga. mbl.is/Árni Sæberg

Stórfyrirtæki hyggjast hefja starfsemi á tveimur lóðum að Álfabakka 2 og 4 í Breiðholti innan tveggja ára. Samanlagt er áætlað að byggingarmagn verði um 17 þúsund fermetrar.

Stórfyrirtæki hyggjast hefja starfsemi á tveimur lóðum að Álfabakka 2 og 4 í Breiðholti innan tveggja ára. Samanlagt er áætlað að byggingarmagn verði um 17 þúsund fermetrar.

Hafin er uppbygging á fimmtán þúsund fermetra húsnæði fyrir starfsemi Haga. Húsnæðið er ætlað undir kjötvinnslu Ferskra kjötvara, eldhús fyrir Eldum rétt og skrifstofur tengdri þeirri starfsemi. Stefnt er að því að starfsemin hefjist öðru hvoru megin við áramótin 2026.

Verktakafyrirtækið Klettás og fasteignafélagið Eignabyggð standa að uppbyggingunni en Hagar munu leigja húsnæðið af fyrirtækjunum undir starfsemina.

Ný verslun fyrir Bílanaust á fyrri hluta árs 2026

Þá hafa UK fjárfestingar tryggt sér lóðina að Álfabakka 4 þar sem hugmyndin er að sameina þrjár starfsstöðvar Bílanaust undir einn hatt. Að sögn Úlfars Steindórssonar, helmingseiganda UK fjárfestinga, verður byggingarmagnið um 2.000 fermetrar og búið er að samþykkja teikningar og hönnun á byggingunni. Hins vegar á enn eftir að fara í útboð og býst hann við því að það verði gert á haustdögum. 

UK fjárfestingar stefnir á útboð á haustdögum.
UK fjárfestingar stefnir á útboð á haustdögum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að horfa til þess að Bílanaust verði með eina glæsilega verslun á þessum stað í stað þess að vera með þetta á fleiri stöðum,“ segir Úlfar. 

Hann segir stefnt sé að því að opna nýja verslun á fyrri hluta árs árið 2026. UK fjárfestingar greiddu Reykjavíkurborg um 120 milljónir króna fyrir lóðina auk gatnagerðargjalda.

Úlfar Steindórsson.
Úlfar Steindórsson. mbl.is/Árni Sæberg

Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst var greint frá því að Toyota hafi tryggt sér lóðina að Álfabakka 4. Hið rétt er að UK fjárfestingar hafa keypt hana, sem eiga meðal annars Bílanaust og Toyota á Íslandi.

mbl.is