Trump til í að mæta Harris oftar en einu sinni

Trump til í að mæta Harris oftar en einu sinni

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, kveðst tilbúinn í kappræður við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, oftar en einu sinni.

Trump til í að mæta Harris oftar en einu sinni

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 24. júlí 2024

Donald Trump kveðst reiðubúinn í kappræður á ABC 10. september.
Donald Trump kveðst reiðubúinn í kappræður á ABC 10. september. AFP/Brendan Smialowski/Erin Schaff

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, kveðst tilbúinn í kappræður við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, oftar en einu sinni.

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, kveðst tilbúinn í kappræður við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, oftar en einu sinni.

„Ég held að hvort sem að þú ert frambjóðandi demókrata eða frambjóðandi repúblikana, þá ber þér skylda að mæta í kappræður,“ sagði hann í samtali við blaðamenn í gær.

Politico greinir frá.

Ekki spenntur fyrir ABC en samt reiðubúinn

Joe Biden og Donald Trump mættust í kappræðum 27. júní og í kjölfarið tók við atburðarás sem endaði þannig að Biden dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris.

Er hún kominn í framboð og mun líklega hljóta útnefningu demókrata á landsfundi í næsta mánuði.

Biden og Trump höfðu samþykkt að mætast aftur 10. september á sjónvarpsstöð ABC. Trump kveðst reiðubúinn í þær kappræður gegn Kamölu þrátt fyrir það hann sé ekki spenntur fyrir ABC.

Hann hefur áður nefnt að sjónvarpsstöðin Fox News ætti að fá að halda kappræður, eins og hefur verið gert áður.

Til í fleiri en eina kappræður

Hann segir ABC vera „brandara“ og kvaðst hafa horft á sjónvarpsstöðina á dögunum og talið sjónvarpsstöðina halla undir demókrata. Þrátt fyrir það telji hann forsetakappræður skipta meira máli.

Þá kvaðst hann vera til í að mæta Harris oftar en einu sinni í kappræðum.

Kosningateymi Harris hefur ekki svarað fyrirspurn Politico um mögulegar kappræður.

mbl.is