„Við getum ekki selt landið á þessum verðum sem nú er verið að bjóða. Tölum bara mannamál, þetta snýst um að vinda þarf ofan af dýrtíðinni,“ segir Guðmundur Kjartansson, forstjóri og aðaleigandi Iceland ProTravel Group samstæðunnar.
„Við getum ekki selt landið á þessum verðum sem nú er verið að bjóða. Tölum bara mannamál, þetta snýst um að vinda þarf ofan af dýrtíðinni,“ segir Guðmundur Kjartansson, forstjóri og aðaleigandi Iceland ProTravel Group samstæðunnar.
„Við getum ekki selt landið á þessum verðum sem nú er verið að bjóða. Tölum bara mannamál, þetta snýst um að vinda þarf ofan af dýrtíðinni,“ segir Guðmundur Kjartansson, forstjóri og aðaleigandi Iceland ProTravel Group samstæðunnar.
Ferðaþjónustuaðilar sem Morgunblaðið hefur rætt við eru sammála um að hátt verð á hótelgistingu spili stóra rullu í því að færri ferðamenn koma hingað í ár en búist var við. Einn þeirra nefndi að heildsölum sem hann á í viðskiptum við hefðu verið boðin hótelbergi á 50-100 þúsund krónur nóttin í fyrrasumar. Þegar slíku verði sé haldið til streitu leiti fólki einfaldlega annað.
„Við höfum upplifað í svolítinn tíma, bæði hjá hópum og einstaklingum, að fólki finnst Ísland orðið of dýrt. Það kýs frekar að fara til Noregs, sem er ekki ódýrt land, eða Svíþjóðar eða Finnlands. Hótelverð er oft lagt til grundvallar þegar kemur að skipulagningu ferða og menn hér á landi hafa farið algjör offari þar,“ segir Guðmundur.
Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland travel, segir að hótel hér hafi verðlagt sig yfir strikið. Hópferðir eru skipulagðar langt fram í tímann og Hallgrímur og hans fólk er nú að skipuleggja næsta ár. Hann rifjar upp að í fyrra þegar allt var í blóma hafi verðið sem fékkst uppgefið hjá hótelum verið í hæstu hæðum. „Það var bara híað á þig, það var svo mikið að gera hjá hótelunum. Verðin voru mjög há, við vorum að fá verðhækkun upp á kannski tugi prósenta þriðja árið í röð frá covid,“ segir hann.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.