Leyfir Harris að nota lagið sitt í kosningabaráttunni

Poppkúltúr | 25. júlí 2024

Leyfir Harris að nota lagið sitt í kosningabaráttunni

Tónlistarkonan Beyoncé ýjar að stuðningi við Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar með því að leyfa Harris að nota lagið Freedom sem útgöngulag í forsetaframboði hennar.

Leyfir Harris að nota lagið sitt í kosningabaráttunni

Poppkúltúr | 25. júlí 2024

Varaforsetinn Kamala Harris og tónlistarkonan Beyoncé. Texti lagsins Freedom þykir …
Varaforsetinn Kamala Harris og tónlistarkonan Beyoncé. Texti lagsins Freedom þykir kraftmikil. Samsett mynd

Tónlistarkonan Beyoncé ýjar að stuðningi við Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar með því að leyfa Harris að nota lagið Freedom sem útgöngulag í forsetaframboði hennar.

Tónlistarkonan Beyoncé ýjar að stuðningi við Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar með því að leyfa Harris að nota lagið Freedom sem útgöngulag í forsetaframboði hennar.

Heimildarmaður segir í samtali við fréttastöðina CNN að kosningateymi Harris hafi fengið leyfi frá Beyoncé til að nota lagið aðeins nokkrum klukkustundum áður en Harris hélt fyrsta kosningafund sinn í Wilmington í Delaware-fylki á mánudag.

Texti lagsins Freedom þykir afar kraftmikill en hann varð sérstaklega áberandi í kjölfar dauða George Floyd árið 2020. 

Þó svo að Beyocé hafi ekki formlega lýst yfir stuðningi við Harris hefur hún áður unnið með frambjóðendum Demókrata. Árið 2013 söng hún þjóðsönginn fyrir Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna og þremur árum seinna hélt hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Jay-Z, kosningatónleika fyrir Hillary Clinton í borginni Cleveland í Ohio. 

„Ég vil að dóttir mín alist upp við að sjá konu leiða landið okkar, vitandi það að tækifærin hennar séu endalaus. Þess vegna stend ég við hennar hlið,“ sagði Beyoncé á þeim tíma í kosningabaráttu Clinton. 

Lagið skiptir máli

Útgöngulag forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í kosningabaráttu þeirra þar sem lagið endurspeglar oft persónuleika og sjónarmið frambjóðenda.

Kosningalag Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ber heitið Yes We Can er til dæmis talið hafa haft áhrif á sigur hans í forsetakosningunum árið 2008.  

Today

mbl.is