Barnaafmælum fylgir iðulega mikil spenna og stuð. Langflestir vilja að afmælisdagur barnsins síns sé eftirminnilegur og því er oft heilmikið lagt í skreytingar og kræsingar í tilefni dagsins.
Barnaafmælum fylgir iðulega mikil spenna og stuð. Langflestir vilja að afmælisdagur barnsins síns sé eftirminnilegur og því er oft heilmikið lagt í skreytingar og kræsingar í tilefni dagsins.
Barnaafmælum fylgir iðulega mikil spenna og stuð. Langflestir vilja að afmælisdagur barnsins síns sé eftirminnilegur og því er oft heilmikið lagt í skreytingar og kræsingar í tilefni dagsins.
Algengt er að ákveðið þema sé valið fyrir barnaafmæli, en möguleikarnir eru endalausir og getur þemað verið allt frá því að vera ákveðinn litur yfir í dýrategund, teiknimyndapersónu eða íþrótt.
Partíbúðin birti á dögunum TikTok-myndband þar sem þau opinberuðu hvaða þema væri vinsælast í barnaafmælum á Íslandi um þessar mundir. Það ætti líklega ekki að koma neinum á óvart sem á börn eða er mikið í kringum börn – vinsælasta þemað í barnaafmælum á Íslandi er teiknimyndafígúran Blæja og fjölskylda hennar.
Blæja er áströlsk teiknimyndasería sem fór fyrst í loftið í október 2018. Í þáttunum er fylgst með daglegu lífi Hælbein fjölskyldunnar sem lendir í hinum ýmsu ævintýrum.