Kynlífsráðgjafinn Tracy Cox tók saman nokkur bestu kynlífsráðin að hennar mati. Tilefnið var andlát Dr. Ruth sem varð heimsfræg fyrir að tala um kynlíf með opinskáum hætti.
Kynlífsráðgjafinn Tracy Cox tók saman nokkur bestu kynlífsráðin að hennar mati. Tilefnið var andlát Dr. Ruth sem varð heimsfræg fyrir að tala um kynlíf með opinskáum hætti.
„Ekkert var henni óviðkomandi. Hún notaði orð eins og typpi og píka þegar enginn annar þorði því. Þá talaði hún máli samkynhneigðra og neitaði að fordæma klám. Hún var víðsýn og allir elskuðu hana fyrir það,“ segir Cox.
- Tími Það er hægt að finna tíma fyrir kynlíf. Oft finnst hann þegar maður leggur símann frá sér.
- Sleipiefni Alltaf. Sama hvað maður er gamall. Það gerir allt betra.
- Uppistand Typpið er ekki vélmenni. Það lætur ekki alltaf að stjórn rétt eins og eigandinn. Stundum er bara ekkert að fara að gerast. Það er eðlilegt. Ekki taka því alvarlega og ekki stressa þig því þá er hætta á að kvíðahringur skapist og að næsta skipti verði verra.
- Tilbreyting Að vilja tilbreytingu í kynlífið þýðir ekki að manni leiðist í sambandinu. Ekki upplifa óskir um fjölbreytni sem ógn eða höfnun. Fagnaðu því og farðu að leika.
- Löngunin Það er eðlilegt í langtímasamböndum að stunda kynlíf þó maður sé ekki endilega í stuði. Rannsóknir hafa sýnt að 25% kynlífsstunda séu til þess að þóknast makanum en ekki sjálfum sér. Löngun er ekki eini hvatinn til þess að stunda kynlíf. Maður stundar líka kynlíf til þess að sýna ástúð, nánd og tengjast makanum. Samband snýst um að gefa og þiggja.
- Skipulag Það þarf að skipuleggja kynlíf. Ef maður ætlar alltaf að bíða eftir að andinn komi yfir mann þá endar maður í kynlífslausu sambandi. Þá má ekki falla fyrir þeirri mýtu um að kynlíf eigi að vera hvatvíst og „spontant“ eins og það var í upphafi sambands. Í raun er kynlíf aldrei meira skipulagt en í upphafi sambanda. Þá er maður stöðugt að hugsa um í hverju maður ætlar að klæðast, stað og stund, andrúmsloft, rómantísk skilaboð allan daginn í aðdraganda leiksins. Listinn er endalaus. Maður þarf að hafa fyrir góðu hlutunum í lífinu.
- Gervifullnæging Það má stundum gera sér upp fullnægingu. Stundum er maður bara ekki að fara að fá það og það er í lagi einstaka sinnum. Svo lengi sem það er ekki fastur liður.
- Engin formúla Kynlíf er meira en bara innsetning. Kynlíf er líka stundum bara kossar eða bara munnmök. Það er engin formúla. Í raun skaltu reyna að forðast formúluna.
- Leiðbeiningar Vertu nákvæm/ur ef þú vilt eitthvað ákveðið í rúminu. Segðu með ítarlegum hætti hvernig á að framkvæma eitthvað.
- Frumkvæðið Það hvernig þú hefur frumkvæði að ástarlotum hefur áhrif á makann. Ef honum þóknast ekki að vera hent á rúmið þá skaltu ekki gera það. Annars ertu að skemma fyrir þér. Kannski hefði hann verið til í kynlíf ef þú hefðir nálgast hann með öðrum hætti.