Guðmundur Jörundsson á lausu

Allt fyrir ástina | 26. júlí 2024

Guðmundur Jörundsson á lausu

Fatahönnuðurinn og veitingamaðurinn Guðmundur Jörundsson, betur þekktur sem Gummi Jör, er á lausu og leitar að draumadísinni. 

Guðmundur Jörundsson á lausu

Allt fyrir ástina | 26. júlí 2024

Guðmundur Jörundsson, eða Gummi Jör eins og hann er oftar …
Guðmundur Jörundsson, eða Gummi Jör eins og hann er oftar kallaður er einhleypur. Ljósmynd/Aðsend

Fatahönnuðurinn og veitingamaðurinn Guðmundur Jörundsson, betur þekktur sem Gummi Jör, er á lausu og leitar að draumadísinni. 

Fatahönnuðurinn og veitingamaðurinn Guðmundur Jörundsson, betur þekktur sem Gummi Jör, er á lausu og leitar að draumadísinni. 

Guðmundur hefur mikla ástríðu fyrir bæði tísku og matargerð en ásamt félögum sínum rekur hann veitingastaðinn og fataverslunina Nebraska á Barónsstíg. Andrúmsloft staðarins er einstakt þar sem gestir geta notið ljúffengra rétta og keypt föt undir sama þaki. 

Margt hefur verið í gangi hjá Guðmundi en ítalski gestakokkurinn Pasquale Castelluccia tók nýlega yfir eldhús Nebraska og bauð veitingagestum upp á rétti sérhannaða fyrir staðinn. 

Ellefu ár eru liðin frá því að fatamerkið JÖR var stofnað en Guðmundur var aðeins 24 ára gamall þegar hann kom því á markað. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári greindi hann frá því að hann væri með nýja fatalínu í smíðum. 

mbl.is