Íslendingar ólmir í að fá að kynnast J.D. Vance

Íslendingar ólmir í að fá að kynnast J.D. Vance

Kvikmyndin Hillbilly Elegy sem er byggð á ævisögu J.D. Vance, varaforsetaefnis Donalds Trumps, er nú komin í 10. sæti á vinsældarlista streymisveitunnar Netflix á Íslandi.

Íslendingar ólmir í að fá að kynnast J.D. Vance

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 26. júlí 2024

Ævisaga J.D. Vance, sem er 39 ára, kom út árið …
Ævisaga J.D. Vance, sem er 39 ára, kom út árið 2016 og í kjölfarið gerði Netflix kvikmynd byggða á bókinni. AFP/Getty Images/Alex Wong

Kvikmyndin Hillbilly Elegy sem er byggð á ævisögu J.D. Vance, varaforsetaefnis Donalds Trumps, er nú komin í 10. sæti á vinsældarlista streymisveitunnar Netflix á Íslandi.

Kvikmyndin Hillbilly Elegy sem er byggð á ævisögu J.D. Vance, varaforsetaefnis Donalds Trumps, er nú komin í 10. sæti á vinsældarlista streymisveitunnar Netflix á Íslandi.

Kvikmyndin kom út árið 2020 og má því gera ráð fyrir því að nýjar vinsældir kvikmyndarinnar megi rekja til þess að Íslendingar séu að reyna fræðast meira um J.D. Vance, sem gæti orðið næsti varaforseti Bandaríkjanna.

Árið 2016 gaf Vance út ævi­sög­una Hillbilly Elegy, laus­lega þýtt á ís­lensku sem Harm­ljóð sveitalubb­ans, og vakti bók­in mikla at­hygli á sín­um tíma. Árið 2020 lét Netflix gera kvik­mynd byggða á bók­inni og Ron Howard leik­stýrði.

Hér má sjá að Hillbilly Elegy er í 10. sæti …
Hér má sjá að Hillbilly Elegy er í 10. sæti á vinsældarlista Netflix á Íslandi. Skjáskot/Netflix

600.000 eintök selst

Vinsældir myndarinnar eru þó ekki aðeins að aukast á Íslandi.

Eins og mbl.is hefur áður fjallað um þá jókst áhorfið á kvimyndinni á Netflix í Bandaríkjunum um 1.179% fáeinum dögum eftir að Vance var útnefndur varaforsetaefnið á landsfundi repúblikana um miðjan júlí.

Forbes greinir frá því að bókin sjálf sem Vance gaf út árið 2016 sé einnig geysivinsæl um þessar mundir. Síðan að Vance varð varaforsetaefni þá hafa selst yfir 600 þúsund eintök af bókinni bæði rafrænt og á prenti.

Móðir hans var fíkill

Bókin rifjar meðal annars upp æsku Vance en hann ólst upp við erfiðar aðstæður í stáliðnaðarbæn­um Middletown í Ohio. Móðir hans var fík­ill og seg­ir Vance að þegar van­ræksl­an hafi verið sem mest hafi hann sumpart alið sig upp sjálf­ur. Var það í 9. bekk, en í 10. bekk flutti hann til ömmu sinn­ar.

„Töl­fræðin seg­ir okk­ur að framtíðar­horf­ur hjá krökk­um eins og mér eru ekki bjart­ar – að ef þeir eru heppn­ir kom­ist þeir hjá því að lenda í vel­ferðar­kerf­inu og ef þeir eru óheppn­ir þá deyi þeir af ofskammti af heróíni,“ skrif­ar Vance í bók­inni.

Mik­il fá­tækt var á heim­ili ömmu hans en hún gaf hon­um reikni­vél og krafðist þess að hann stæði sig vel í skól­an­um.

Hillbilly Elegy.
Hillbilly Elegy. Skjáskot/IMDB
mbl.is