Kjarasamningar hafa haft áhrif á verðlag

Vextir á Íslandi | 26. júlí 2024

Kjarasamningar hafa haft áhrif á verðlag

„Kannski er punkturinn í þessu sá, að við sjáum ekki betur en að innlendir framleiðendur séu að stærstum hluta búnir að setja áhrifin af kjarasamningum út í verðlagið hjá sér,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) í samtali við mbl.is spurður um hækkanir á verði matvara.

Kjarasamningar hafa haft áhrif á verðlag

Vextir á Íslandi | 26. júlí 2024

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. mbl.is/Golli

„Kannski er punkturinn í þessu sá, að við sjáum ekki betur en að innlendir framleiðendur séu að stærstum hluta búnir að setja áhrifin af kjarasamningum út í verðlagið hjá sér,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) í samtali við mbl.is spurður um hækkanir á verði matvara.

„Kannski er punkturinn í þessu sá, að við sjáum ekki betur en að innlendir framleiðendur séu að stærstum hluta búnir að setja áhrifin af kjarasamningum út í verðlagið hjá sér,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) í samtali við mbl.is spurður um hækkanir á verði matvara.

Frá undirritun kjarasamninga í byrjun mars hefur verðlag í matvöruverslunum hækkað um 1,45% sem jafngildir 4% á ársgrundvelli að sögn verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ).

Matvörur hækka um 0,65%

Verð á matvöru hefur hækkað um 0,65% á milli mánaða. Að sögn Andrésar er meginskýringin árleg sumarhækkun á búvörum.

„Það sem gerist um þetta leyti þegar innlenda útiræktaða grænmetið kemur á markaðinn, sem er dýrara en það innflutta, þá hefur eiginlega verið regla að vísitalan fari upp.“

Ennfremur hafa innflutt grænmeti og ávextir hækkað töluvert á milli mánaða. Til að mynda hafa Bonduelle grænar baunir hækkað um 30% í Nettó og 20% Krónunni og smágulrætur frá sama fyrirtæki hafa hækkað um 29%. Andrés segir helstu ástæðu þeirra hækkana  vera hækkun á kostnaði við fraktflutning.

„Megnið af þessu ferska kemur að stórum hluta með flugi og þá hefur þetta þau áhrif ef að verð á fraktflutninguri hækkar, eins og við höfum séð, þá hækkar verð á matvælum.“

Ekki hækkanir á smásölustigi

Að sögn Andrésar á 20% af verðmyndun á matvörum sér stað á smásölustigi og segir hann ekkert benda til hækkunar þar. Helstu áhrifaþættir á verðmyndun matvöru eru birgjarnir, innlendir framleiðendur, húsnæðiskostnaður og flutningskostnaður.

„Smávöruverslun er í raun og veru ekkert annað en tengiliður á milli framleiðenda, birgja og neytenda. Þeir verða bara að starfa á þessari þunnu línu sem þeir flestir starfa á.“

Mögulegar hækkanir í vændum

Beðið er eftir að verðlagsnefnd búvara komi saman og ákveði afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu.

„Það leiðir alltaf til hækkunar á mjólkurvörum og síðan kjöti. Sláturtíðin byrjar eftir mánuð og við erum ekki enn þá búin að sjá hver hækkunin er frá afurðastöðum til verslana nema hjá SS.“

SS tilkynnti fyrr í júlí hækkanir á afurðaverði til bænda. Nautgripakjöt hækkar um 8% og lambakjöt um 7% frá fyrra ári.

mbl.is