Nýdönsk gefur út nýtt lag

Poppkúltúr | 26. júlí 2024

Nýdönsk gefur út nýtt lag

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt lag, Fullkomið farartæki. Hljómsveitin er nýkomin frá Englandi en þar dvöldu meðlimir sveitarinnar ásamt Guðmundi Péturssyni, gítarleikara, við upptökur um hríð í hljóðveri Peter Gabriel, Real World, sem er staðsett í enskri sveit á Suður-Englandi.

Nýdönsk gefur út nýtt lag

Poppkúltúr | 26. júlí 2024

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt lag.
Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt lag. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt lag, Fullkomið farartæki. Hljómsveitin er nýkomin frá Englandi en þar dvöldu meðlimir sveitarinnar ásamt Guðmundi Péturssyni, gítarleikara, við upptökur um hríð í hljóðveri Peter Gabriel, Real World, sem er staðsett í enskri sveit á Suður-Englandi.

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt lag, Fullkomið farartæki. Hljómsveitin er nýkomin frá Englandi en þar dvöldu meðlimir sveitarinnar ásamt Guðmundi Péturssyni, gítarleikara, við upptökur um hríð í hljóðveri Peter Gabriel, Real World, sem er staðsett í enskri sveit á Suður-Englandi.

Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar.

Það eru þrjú ár síðan Nýdönsk sendi frá sér nýtt lag og sjö ár síðan síðasta plata hljómsveitarinnar, Á plánetunni jörð, kom út. Platan fékk afbragðs góðar viðtökur og hlaut meðal annars fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaunum.

Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson og höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May.



mbl.is