38 ár eru liðin frá brúðkaupsdegi Söruh Ferguson og Andrésar prins en þau giftu sig þann 23. júlí árið 1986. Hjónabandið varð ekki langlíft en þau eru þó enn nánir vinir og búa saman.
38 ár eru liðin frá brúðkaupsdegi Söruh Ferguson og Andrésar prins en þau giftu sig þann 23. júlí árið 1986. Hjónabandið varð ekki langlíft en þau eru þó enn nánir vinir og búa saman.
38 ár eru liðin frá brúðkaupsdegi Söruh Ferguson og Andrésar prins en þau giftu sig þann 23. júlí árið 1986. Hjónabandið varð ekki langlíft en þau eru þó enn nánir vinir og búa saman.
Andrés prins og Sarah Ferguson höfðu alla tíð vitað af hvort öðru en það var ekki fyrr en Díana prinsessa bauð Ferguson á Ascot veðreiðarnar árið 1985 að allt fór af stað á milli þeirra.
Prinsinn þótti á þeim tíma mjög myndarlegur og eftirsóttur piparsveinn. Hann hafði verið að slá sér upp með leikkonunni Katherine „Koo“ Stark en þar sem hún hafði tekið að sér nektarhlutverk í kvikmyndum þá þótti hún ekki góður kvenkostur fyrir prinsinn.
Á afmælisdegi sínum í febrúar 1986 bað Andrés prins Ferguson um að giftast sér. Hún átti bágt með að trúa þessu og sagði honum að hann mætti skipta um skoðun daginn eftir. Hann gerði það ekki.
Konungsfjölskyldan var þó á varðbergi gagnvart henni í fyrstu. Hún þótti djörf og áræðin en þeim var samt mikið í mun að Andrés prins myndi finna sér maka og verða ráðsettur. Ferguson var fljót að vinna fólk á sitt band og þótti hress og skemmtileg og eitt sinn á Karl prins að hafa spurt Díönu afhverju hún gæti ekki verið meira eins og Fergie.
Unga parið var hið glæsilegasta þegar brúðkaupsdagurinn rann upp. Kjóllinn hennar var með fimm metra löngu slöri sem hún dró á eftir sér en hönnuður kjólsins var Lindka Cierach. Cierach hefur greint frá því að Ferguson hafi verið með margar undarlegar hugmyndir um hönnun kjólsins sem hún hafi þurft að hafna.
Ein af hugmyndunum var að skreyta kjólinn með böngsum og þyrlum en prinsinn hefur mikið dálæti á slíkum hlutum og átti þetta að vera hennar leið til þess að tjá ást sína á honum.
„Ég hef alltaf safnað böngsum. Ég keypti alltaf einn bangsa á ferðum mínum með sjóhernum. Ég á því safn af böngsum hvaðanæva að úr heiminum,“ á Andrés prins að hafa sagt árið 2010 samkvæmt heimildum The Sun.
Þess í stað var fallist á að skreyta kjólinn með hjörtum, akkerum og öldum en prinsinn hafði verið sjóliði í breska hernum. Í ævisögu sinni segir Ferguson að hún hafi elskað kjólinn og hafi misst tólf kíló til þess að passa í hann.