Mörgum finnst tilhugsunin um að vera einn alveg hræðileg. En að vera einn þarf ekki að þýða að maður sé einmana. Það er hægt að vera afar hamingjusamur einn með sjálfum sér.
Mörgum finnst tilhugsunin um að vera einn alveg hræðileg. En að vera einn þarf ekki að þýða að maður sé einmana. Það er hægt að vera afar hamingjusamur einn með sjálfum sér.
Mörgum finnst tilhugsunin um að vera einn alveg hræðileg. En að vera einn þarf ekki að þýða að maður sé einmana. Það er hægt að vera afar hamingjusamur einn með sjálfum sér.
„Til að upplifa hamingjuna einn síns liðs þá þarf maður fyrst og fremst að hlúa að sambandinu við sjálfan sig,“ segir Nancy Colier geðlæknir í umfjöllun Opruhdaily.com.
„Þú þarft að kynnast sjálfri þér, rétt eins og þú myndir kynnast einhverjum sem þú værir að stofna til ástarsambands með. Það er hægara sagt en gert. Þú heldur eflaust að þú þekkir sjálfa þig vel en það þarf ekki að vera. Þú veist eflaust allt um hver þú ættir að vera og hver þú ættir ekki að vera. En þú veist kannski minna um það hver þú raunverulega ert. Að átta sig á því er fyrsta skrefið í átt að því að læra að elska sjálfan sig og vera hamingjusöm í eigin félagsskap.“
Colier bendir fólki á að vera á varðbergi gagnvart dómhörku í eigin garð meðan maður er að finna sig.
„Við sem konur höfum lært að það sé neikvætt að setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Við eigum að hugsa fyrst og fremst um hag annarra. Ef við hins vegar setjum okkur á listann yfir fólk sem hefur forgang og skiptir máli þá erum við smánuð. Við fyllumst skömm. Við þurfum að bera kennsl á þessar tilfinningar þegar þær skjóta upp kollinum og tækla þær í fæðingu.“
„Að halda dagbók er frábær leið til þess að uppgötva sjálfa sig og ná meiri innsýn í hver við erum. Þá geta skriftir hjálpað til við að losa um tilfinningar og skapa öruggt rými fyrir okkur til að vera sönn.“
Einmanaleiki getur verið skaðlegur okkar andlegu og líkamlegu heilsu. Það er því mikilvægt að reyna að sporna við einmanakennd. En það felur ekki endilega í sér að bæta við fleiru fólki í líf sitt.
„Við bregðumst oftast við einmanaleika með því að leita á náðir annarra eftir félagsskap. Þetta getur verið hjálplegt að einhverju leyti en maður er þó mest einmana þegar maður er ekki í góðum tengslum við sjálfan sig.“
„Til þess að tengjast sjálfum sér þá þarf maður að vera forvitinn um sig. Hvernig líður þér í vissum aðstæðum? Hvað viltu fá út úr lífinu? Þegar þú ferð að veita þér athygli, ferð að hugsa um þig sem manneskju sem vert er að kynnast þá myndarðu tengsl við þig. Það er besta lækningin við einmanaleika.“
„Ekki hugsa stöðugt um hvað aðrir eru að gera. Þú ert ekki að missa af neinu. Vertu minna á samfélagsmiðlum og finndu að þú velur að vera ein því þú ert skemmtileg og þess virði að verja tíma með. Þú þarft á þessum tíma að halda. Einbeittu þér að því hvað þig langar að gera frekar en hvað þú þarft að gera. Þegar maður gerir það verður tíminn einn mun skemmtilegri.“