Sykurlausir og seðjandi kasjúíspinnar

Uppskriftir | 27. júlí 2024

Sykurlausir og seðjandi kasjúíspinnar

Hildur Ómarsdóttir, matarbloggari og grænkeri, töfrar reglulega fram gómsæta og kræsilega grænkerarétti sem hitta alltaf í mark. Hún leitar gjarnan innblásturs á samfélagsmiðlum og gerði girnilega kasjúíspinna með vanillu og pistasíuhnetum eftir að hafa rekist á ótal myndir á Instagram af ís og súkkulaði. 

Sykurlausir og seðjandi kasjúíspinnar

Uppskriftir | 27. júlí 2024

Þessa þurfa allir að prufa!
Þessa þurfa allir að prufa! Skjáskot/Instagram

Hildur Ómarsdóttir, matarbloggari og grænkeri, töfrar reglulega fram gómsæta og kræsilega grænkerarétti sem hitta alltaf í mark. Hún leitar gjarnan innblásturs á samfélagsmiðlum og gerði girnilega kasjúíspinna með vanillu og pistasíuhnetum eftir að hafa rekist á ótal myndir á Instagram af ís og súkkulaði. 

Hildur Ómarsdóttir, matarbloggari og grænkeri, töfrar reglulega fram gómsæta og kræsilega grænkerarétti sem hitta alltaf í mark. Hún leitar gjarnan innblásturs á samfélagsmiðlum og gerði girnilega kasjúíspinna með vanillu og pistasíuhnetum eftir að hafa rekist á ótal myndir á Instagram af ís og súkkulaði. 

Kasjúíspinnarnir eru sykurlausir og seðjandi. 

Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum

  • 1,50 dl kasjúhnetur 
  • 1,50 dl pistasíuhnetur
  • 6 stórar medjoul-döðlur (má skipta út fyrir hlynsýróp)
  • 1 stk. dós af kókosmjólk 
  • 3/4 tsk vanilluduft
  • Dökkt súkkulaði 
  • Salt og pistasíuhnetur til að skreyta

Aðferð:

  1. Byrjið á að láta kasjúhneturnar liggja í bleyti í nokkra klukkutíma (viðmið sex klukkustundir). 
  2. Hellið vatninu af hnetunum og setjið hneturnar, döðlurnar (ath! þarf að steinhreinsa), vanillu og kókosmjólk í blandara og blandið þar til áferðin er orðin slétt. 
  3. Hellið blöndunni í íspinnaform og komið fyrir inni í frysti þar til þeir frosna. 
  4. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið íspinnana með súkkulaði. Toppið íspinnana með smá salti og muldum pistasíuhnetum. Súkkulaðið storknar um leið. 
  5. Ef þið klárið íspinnana ekki um leið þá geymast þeir í frysti í dágóðan tíma. Best er að láta þá þiðna í nokkrar mínútur eftir að þeir eru teknir úr frystinum til að finna fyrir mjúkri áferð. 
mbl.is