„Ber öll merki þess að koma frá litlu eldgosi“

Katla | 28. júlí 2024

„Ber öll merki þess að koma frá litlu eldgosi“

„Þessi óróakviða sem við sáum í gær ber öll merki þess að koma frá örlitlu eldgosi undir jöklinum,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Ber öll merki þess að koma frá litlu eldgosi“

Katla | 28. júlí 2024

Páll segir óróann minna á gosóróa frekar en vatnsóróa.
Páll segir óróann minna á gosóróa frekar en vatnsóróa. mbl.is/Hákon

„Þessi óróakviða sem við sáum í gær ber öll merki þess að koma frá örlitlu eldgosi undir jöklinum,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Þessi óróakviða sem við sáum í gær ber öll merki þess að koma frá örlitlu eldgosi undir jöklinum,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að óróinn sem hefur mælst við Skálm, austan Mýrdalsjökul, minni á gosóróa frekar en vatnsóróa.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hvað er gosórói?

„Það er órói sem fylgir eldgosum og aðdraganda eldgosa og sá órói hefur meira af lágum tíðnum, eða hægum sveiflum. Þessi órói sem kom í gær er með blöndu af lágum og háum tíðnum og minnir því sérstaklega á gosóróa,“ segir Páll spurður hvernig gosórói lýsir sér. 

Annað einkenni gosóróa er að hann mælist víðar en við upptökin líkt og gerðist í gær en Páll segir óróinn hafi mælst um hálft landið.

Þá segir hann að óróinn sem hefur mælst við Skálm sé talsvert sterkari en sá sem hefur mælst við Sundhnúkagíga fyrr á árinu. 

„Þessi óróakviða var býsna sterk og er talsvert stærri en kviðurnar sem hafa fylgt eldgosunum á Reykjanesi núna fyrr á árinu. Útfrá skjálftafræðilegu sjónarmiði er þetta talsvert stærri atburður en við Sundhnúkagígana.“

Svipar til fyrri jökulhlaupa

Páll segir að flest bendi til þess að jökulhlaupið sé liðið og svipar því til jökulhlaupsins úr Kötlu árin 1955, 1999 og 2011. 

„Þetta voru atburðir sem liðu hjá á einum degi, eða minna. Svo það er engin beinlínis ástæða að það verði eitthvað framhald af þessu útaf fyrir sig,“ segir Páll að lokum. 

mbl.is