Victoria Hill, 39 ára kona frá Connecticut í Bandaríkjunum, deildi nýverið ótrúlegri sögu sinni. Hún fór í DNA-próf og komst að því að gamall kærasti úr framhaldsskóla væri í raun bróðir hennar.
Victoria Hill, 39 ára kona frá Connecticut í Bandaríkjunum, deildi nýverið ótrúlegri sögu sinni. Hún fór í DNA-próf og komst að því að gamall kærasti úr framhaldsskóla væri í raun bróðir hennar.
Victoria Hill, 39 ára kona frá Connecticut í Bandaríkjunum, deildi nýverið ótrúlegri sögu sinni. Hún fór í DNA-próf og komst að því að gamall kærasti úr framhaldsskóla væri í raun bróðir hennar.
Fyrir einhverja getur DNA-próf verið frábær leið til að fá loksins svör við ósvöruðum spurningum og tækifæri til að læra meira um áður óþekktar fjölskyldurætur. Hins vegar geta svörin verið áfall fyrir suma og breytt líssýn þeirra algjörlega.
Hill fékk erfiðar fréttir þegar hún fór í DNA-próf vegna þess að hún hafði áhyggjur af heilsu sinni. Læknir Hill hvatti hana til að taka prófið og ganga úr skugga að um arfgengan sjúkdóm væri að ræða.
Þegar hún skoðaði niðurstöðurnar fékk hún áfall þegar hún kom auga á kunnuglegt nafn. Hún trúði ekki eigin augum þegar hún sá að fyrrverandi kærasti hennar úr framhaldsskóla væri hálfbróðir hennar.
Niðurstöðurnar sýndu einnig að maðurinn sem hún hafði haldið að væri faðir sinn allt sitt líf væri ekki skyldur henni, en blóðfaðir hennar var sæðisgjafi sem hafði hjálpað þó nokkrum fjölskyldum að eignast börn. Þetta þýddi að Hill ætti að minnsta kosti 20 hálfsystkini sem hún hafði ekki hugmynd um að væru til.
Það hefði lengi verið einkahúmor fjölskyldunnar að segja að Hill væri glasabarn því hún væri svo hrikalega ólík föður sínum í útliti og í skapi. Nú varð henni óglatt að hugsa um grínið.
Eftir að Hill fór að rannsaka þetta betur komst hún að því að sæðisgjafinn væri frjósemislæknirinn Burton Caldwell sem notaði sitt eigin sæði í leyfisleysi í glasafrjóvgun móður hennar. Hill fannst sem hún væri föst í martröð og tilhugsunin um að hún hafi orðið mun nánari með bróður sínum en hún vildi var að fara með hana.
Fyrrverandi kærasti Hill hafði sagt henni að hann vissi að móðir hans hefði farið í glasafrjóvgun þegar hún átti hann og komust þau að því að það hafi verið sami læknirinn og móðir Hill fór til. Kærastinn ákvað líka að taka DNA-próf og voru niðurstöðurnar jafn skýrar og áður – þau voru hálfsystkini.
Hill segir að hún sjái nú framhaldsskólagöngu sína með öðu ljósi og að allar minningarnar þaðan væru ónýtar. „Ég svaf hjá hálfbróður mínum. Við vissum þetta ekki,“ segir Hill.
Samkvæmt CNN hafa flest ríki Bandaríkjanna engin lög varðandi sæðisgjafir en yfir 30 læknar víðsvegar um landið eru grunaðir um að hafa nota sitt eigið sæði í glasafrjóvgunum. Enginn þeirra hefur verið sakfeldur.