Ekki von á frekari hlaupum að svo stöddu

Katla | 28. júlí 2024

Ekki von á frekari hlaupum að svo stöddu

Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist við Mýrdalsjökul er ekki von á frekari jökulhlaupum að svo stöddu. Veðurstofan mun þó halda áfram að vakta svæðið náið. 

Ekki von á frekari hlaupum að svo stöddu

Katla | 28. júlí 2024

Ekki er vitað hvað olli svo stóru hlaupi.
Ekki er vitað hvað olli svo stóru hlaupi. Ljósmynd/Sveinbjörn Darri Matthíasson

Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist við Mýrdalsjökul er ekki von á frekari jökulhlaupum að svo stöddu. Veðurstofan mun þó halda áfram að vakta svæðið náið. 

Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist við Mýrdalsjökul er ekki von á frekari jökulhlaupum að svo stöddu. Veðurstofan mun þó halda áfram að vakta svæðið náið. 

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og heldur áfram að draga úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli sem hófst í gær. Í tilkynningunni segir að það muni þó taka nokkra daga þangað til að rennslið í Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma. 

Þá sjást engin merki um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl. 

Óljóst hvað olli svo stóru hlaupi

Hlaupið sem varð í gær er talið talsvert stærra en það sem varð í Múlakvísl árið 2011 og er um óvenju stórt hlaup að ræða miðað við venjubundin hlaup á þessum slóðum. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki sé hægt að fullyrða hvað olli því að þetta magn af hlaupvatni kom undan jöklinum. Vísindamenn munu nú fara yfir þau gögn sem hafa safnast til að fá betri mynd af því hvað orsakaði svo stórt hlaup. 

Þá segir að engin merki í gögnum Veðurstofunnar bendi til þess að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið. 

mbl.is