Talsvert tjón varð á hringveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs vegna jökulhlaups sem hófst í Mýrdalsjökli í gær.
Talsvert tjón varð á hringveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs vegna jökulhlaups sem hófst í Mýrdalsjökli í gær.
Talsvert tjón varð á hringveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs vegna jökulhlaups sem hófst í Mýrdalsjökli í gær.
Nú er unnið að viðgerð, en um 20-30 manns koma að verkinu. Hringvegurinn er lokaður milli Höfðabrekku og afleggjara að Meðallandsvegi. Stefnt er að því að opna fyrir umferð um veginn í dag.
Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér fyrr í dag segir að ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist við Mýrdalsjökul sé ekki von á fleiri jökulhlaupum.
Hlaupið sem varð í gær er talið talsvert stærra en það sem varð í Múlakvísl árið 2011. Er um óvenju stórt hlaup að ræða miðað við venjubundin hlaup á þessum slóðum.