Opna veginn að austanverðu: Um 200 bílar í röð

Katla | 28. júlí 2024

Opna veginn að austanverðu: Um 200 bílar í röð

Miklar bílaraðir mynduðust við vegalokanirnar á hringveginum á Suðurlandi, en veginum var lokað á kafla í gær vegna jökulhlaups.

Opna veginn að austanverðu: Um 200 bílar í röð

Katla | 28. júlí 2024

Mikil röð hefur myndast við austurenda vegalokunarinnar á Hringveginum.
Mikil röð hefur myndast við austurenda vegalokunarinnar á Hringveginum. Ljósmynd/Jón Axel Ólafsson

Miklar bílaraðir mynduðust við vegalokanirnar á hringveginum á Suðurlandi, en veginum var lokað á kafla í gær vegna jökulhlaups.

Miklar bílaraðir mynduðust við vegalokanirnar á hringveginum á Suðurlandi, en veginum var lokað á kafla í gær vegna jökulhlaups.

Vegagerðin hóf að hleypa vegfarendum austan megin við vegalokunina í gegn kl. 21 í kvöld. Um 200 bifreiðar hafa beðið við austurhluta vegarins, að sögn fulltrúa stofnunarinnar.

Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri á Suðurlandi, hefur það einnig eftir samstarfsmönnum sínum á vettvangi að mikil röð hafi myndast austan megin við lokunina, sjálfsagt vestan megin líka.

Stefnt var að því að opna veginn eftir kl. 20.
Stefnt var að því að opna veginn eftir kl. 20. Ljósmynd/Jón Axel Ólafsson

Miklu betra að vera í vegasjoppu

„Við viljum biðja fólk að vera þolinmótt,“ segir Þorsteinn við mbl.is og hvetur fólk til þess að leggja ekki af stað fyrr en staðfest er að búið sé að opna.

Bílaraðir gætu tafið vegaframkvæmdir, þar sem vörubílar þurfi m.a. að flytja efni til og frá vettvangi.

„Það er enginn tilgangur að keyra að lokun,“ bætir Þorsteinn við. „Það er ekkert gott að sitja fastur á þjóðvegi 1 og komast hvorki lönd né strönd. Þá er nú betra að bíða á einhverri góðri vegasjoppu.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is