Börn stungin í Bretlandi: „Þetta var hræðilegt“

Börn stungin í Bretlandi: „Þetta var hræðilegt“

Átta voru stungnir í stunguárás í bænum Southport í norðvestur Englandi. Allir hafa verið fluttir á sjúkrahús og þar með talið á barnaspítala. Árásin virðist hafa beinst að börnum.

Börn stungin í Bretlandi: „Þetta var hræðilegt“

Stunguárás í Southport á Englandi | 29. júlí 2024

Tildrög árásarinnar eru ekki vituð.
Tildrög árásarinnar eru ekki vituð. AFP/Ben Stansall

Átta voru stungnir í stunguárás í bænum Southport í norðvestur Englandi. Allir hafa verið fluttir á sjúkrahús og þar með talið á barnaspítala. Árásin virðist hafa beinst að börnum.

Átta voru stungnir í stunguárás í bænum Southport í norðvestur Englandi. Allir hafa verið fluttir á sjúkrahús og þar með talið á barnaspítala. Árásin virðist hafa beinst að börnum.

Lögreglan á Merseyside var kölluð að Hart Street í Southport um klukkan 10.50 að íslenskum tíma. Vopnaðir lögreglumenn handtóku karlmann og lögðu hald á hníf í hans fórum. Tildrög árásarinnar eru ekki vituð að svo stöddu.

Nálægt árásinni var jóga- og dansviðburður í gangi sem var nefndur í höfuðið á söngkonunni Taylor Swift. 

BBC greinir frá.

Sá alblóðuga stúlku

BBC hefur eftir blaðamanninum Tim Johnson að árásin hafi átt sér stað á barna- og frístundarheimilinu Hope of Hart. Johnson sagði fórnarlömbin hafa verið börn. Kveðst hann hafa séð eina stúlku á sjúkrabörum sem var alblóðug.

„Foreldrar hennar voru að hlaupa á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði hann.

Sjúkraflutningamenn á vegum North West Ambulance Service (NWAS) sögðust hafa meðhöndlað átta sjúklinga með stunguáverka og að nokkrir þeirra hefðu verið fluttir á Alder Hey barnaspítalann.

mbl.is