Engin merki um hlaupóróa síðasta sólarhring

Katla | 29. júlí 2024

Engin merki um hlaupóróa síðasta sólarhring

Mælingar benda til þess að Mýrdalsjökull sé að jafna sig eftir jökulhlaup, sem varð úr jöklinum um helgina, og að hann nálgist nú eðlilega bakgrunnsvirkni. Engin merki hafa verið um hlaupóróa síðasta sólarhringinn og hefur bæði rafleiðni í Skálm og skjálftavirkni minnkað síðasta sólarhringinn. 

Engin merki um hlaupóróa síðasta sólarhring

Katla | 29. júlí 2024

Mynd úr eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis á laugardag. Á …
Mynd úr eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis á laugardag. Á myndinni sjást upptök hlaupsins við jökulsporð Sandfellsjökuls í austurhluta Mýrdalsjökuls í fjarska. Ljósmynd/Veðurstofa

Mælingar benda til þess að Mýrdalsjökull sé að jafna sig eftir jökulhlaup, sem varð úr jöklinum um helgina, og að hann nálgist nú eðlilega bakgrunnsvirkni. Engin merki hafa verið um hlaupóróa síðasta sólarhringinn og hefur bæði rafleiðni í Skálm og skjálftavirkni minnkað síðasta sólarhringinn. 

Mælingar benda til þess að Mýrdalsjökull sé að jafna sig eftir jökulhlaup, sem varð úr jöklinum um helgina, og að hann nálgist nú eðlilega bakgrunnsvirkni. Engin merki hafa verið um hlaupóróa síðasta sólarhringinn og hefur bæði rafleiðni í Skálm og skjálftavirkni minnkað síðasta sólarhringinn. 

Frá þessu greinir í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands þar sem fjallað hefur verið um stöðu mála síðan á laugardag þegar greint var frá því að jökulhlaup væri hafið úr jöklinum og óvissustigi lýst yfir. 

Þá segir að fluglitakóði fyrir Kötlu hafi verið færður niður á grænan, en hann var færður upp á gult á laugardag, auk þess sem greint er frá því að enn sé innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr Mýrdalsjökli að sumri til. 

Jökullinn að jafna sig 

„GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýndi skýr merki um breytingar í öskjunni sem sjást þegar um venjubundið jökulhlaup er að ræða. Engar slíkar breytingar sjást lengur,“ segir í tilkynningunni og útskýrt að mælingar bendi til þess að jökullinn sé að jafna sig og nálgist nú það sem kallað er eðlileg bakgrunnsvirkni. 

Það er þó tekið fram að nokkrir daga geti liðið þar til rennsli í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. 

„En líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011, má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum í kjölfar hlaupsins í Skálm,“ segir í tilkynningunni. 

Mikilvægt sé að benda á að enn sé innistæða fyrir hefðbundnum hlaupum sem verða úr Mýrdalsjökli að sumri til. Slík hlaup geti farið niður farveg Múlakvíslar og skapað hættu á svæðinu við Kötlujökul. Bæði vegna vatnsmagns við jökuljaðarinn og svo vegna gasmengunar í nágrenni Múlakvíslar.

mbl.is