„Gamaldags eiginkonur“ tröllríða samfélagsmiðlum

Poppkúltúr | 29. júlí 2024

„Gamaldags eiginkonur“ tröllríða samfélagsmiðlum

Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok eru kvenkyns áhrifavaldar sem dásama gamaldags kynjahlutverk að spretta upp sem gorkúlur undir heitinu „TradTok“. 

„Gamaldags eiginkonur“ tröllríða samfélagsmiðlum

Poppkúltúr | 29. júlí 2024

Hannah Neelman (Ballerina Farm) er fræg á samfélagsmiðlum fyrir að …
Hannah Neelman (Ballerina Farm) er fræg á samfélagsmiðlum fyrir að halda fast í gömul gildi. Skjáskot/Instagram

Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok eru kvenkyns áhrifavaldar sem dásama gamaldags kynjahlutverk að spretta upp sem gorkúlur undir heitinu „TradTok“. 

Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok eru kvenkyns áhrifavaldar sem dásama gamaldags kynjahlutverk að spretta upp sem gorkúlur undir heitinu „TradTok“. 

„Ég vil ekki vinnu. Ég vil ekki klífa metorðastigann,“ segir Jarmine Dinis sem er vinsæll áhrifavaldur á TikTok. „Ég vil aðeins elda, þrífa, versla inn og elda kvöldmat öll kvöld.“

„Mitt helsta markmið í lífinu er að vera frábær eiginkona og móðir,“ segir Estee C Williams sem er með 195 þúsund fylgjendur á TikTok. Þar dásamar hún hið hefðbundna eiginkonuhlutverk. Staður konunnar er inni á heimilinu og að eiginkonur ættu ekki að fara út eftir myrkur án þess að vera í fylgd eiginmannanna. Þá er heimili karlmanns kastali hans og koma ætti fram við hann sem kóng.

Hannah Neelman er þó þarna fremst í flokki en hún er mormóni, móðir átta barna og keppir í fegurðarsamkeppnum nýkomin af fæðingardeildinni. Strax komin í sitt besta form. Hún er með tæpar átta milljónir fylgjenda. Þrátt fyrir að fjölskyldan byggir frægð sína á persónu Neelman á samfélagsmiðlum þá er sláandi hversu lítið hún ræður yfir eigin lífi. Eiginmaðurinn tekur allar ákvarðanirnar. Herbergi sem átti að vera líkamsræktaraðstaða fyrir Neelman var breytt í skólastofu fyrir börnin. Þá fékk eiginmaðurinn að ákveða hvort hún fengi mænudeyfingu í fæðingu barnanna. Hún fékk hana ekki.

Hannah Neelman með nýfætt barn á brjósti á meðan hún …
Hannah Neelman með nýfætt barn á brjósti á meðan hún keppti í fegurðarsamkeppnum. Skjáskot/Instagram

Reyndi að vera „gamaldags eiginkona“

Harriet Walker blaðamaður reyndi að tileinka sér þennan lífsstíl í viku og sagði frá upplifun sinni í The Times

„Ég fékk mitt fyrsta starf 14 ára. Móðir mín var útivinnandi og amma mín líka. Það hefur aldrei hvarflað að mér að vinna ekki. En eftir að hafa séð endalausar færslur á samfélagsmiðlum þar sem líf heimavinnandi eiginkonunnar er dásamað þá varð ég forvitin.“

„Við hjónin fórum frá því að deila öllu jafnt og þakka hvort öðru fyrir framlag sitt alla daga yfir í það að hann fór í vinnuna og ég gerði allt hitt. Ég tók að mér alla eldamennsku, öll þrif, að keyra og sækja og hvað sem þurfti. Í raun gerði ég minna því þessar konur sem flokkast undir „hefðbundnar eiginkonur“ á samfélagsmiðlum eru líka með börnin í heimaskóla þar sem þær treysta ríkinu ekki fyrir menntun barna sinna,“ segir Walker. „Þá eru þær svo sannarlega ekki í leggings og hettupeysu heldur í blómaskreyttum kjól sem líkist einna helst náttkjól og í klossum. Eiginmaðurinn lyftir ekki fingri á heimilinu.“

Ekki ólíkt veruleika margra „venjulegra“ kvenna

„Burt séð frá klæðaburðinum þá er þetta ekki mjög frábrugðinn veruleiki margra „venjulegra“ útivinnandi eiginkvenna. Konur eru sífellt að sjá um þarfir annarra á kostnað eigin þarfa. Þær konur hafa gefist upp á að reyna í sífellu að skóla eiginmanninn og segja honum til. Þær bara gera allt sjálfar.“

„Sjálf fannst mér skrítnast að búa til nesti fyrir eiginmanninn eftir að hafa líka haft til morgunmat og kvöldmat fyrir hann. En þetta er ekkert miðað við það sem maður sér á samfélagsmiðlum, fyrir hvert nýbakaða súrdeigsbrauð má finna þrjú myndbönd af konum að skrúbba klósett og þylja vers úr Biblíunni á meðan.“

„Þær ráðleggingar sem fólk fær um hvernig á að brúa bilið og lifa bara á einni innkomu er að fá sér auka vinnu. Sumar mæla með að eiginkonurnar taki vaktir á kaffihúsum eða passi börn.“

Glansmyndin af lífi heimavinnandi eiginkonunnar. Hún er sjaldnast að tína …
Glansmyndin af lífi heimavinnandi eiginkonunnar. Hún er sjaldnast að tína blóm í vasa. Veruleikinn er annar. Skjáskot/Instagram

Óraunhæfar glansmyndir

„Ljóst er að konurnar á samfélagsmiðlunum eru ekki að lýsa allri vinnunni með raunsæjum hætti. Maður sér ekki öll frekjuköst barnanna, óhreinu bleiurnar, kámugu puttaförin sem þarf að þrífa. Þá þrífa þær klósettin alla daga. Ég gerði það bara einu sinni þessa viku sem ég lifði eins og þær. Þegar ég var að sinna öllu því sem þær sinna þá leit ég svo sannarlega ekki út eins og þær. Ég var úfin og utanvið mig og klæddist engum kjólum. Maðurinn minn var ánægður en á sama tíma með mikið samviskubit yfir að leggja ekki sitt af mörkum.“

„Ég dæmi ekki heimavinnandi mæður og öfunda þær stundum ef þetta var það sem þær raunverulega völdu. En þetta er þrælakista og samfélagsmiðlarnir eru ekki að sýna rétta mynd af þessu lífi.“

„Ég ráðlegg öllum frá þessum lífsstíl. Þegar búið er að fjarlægja alla „filtera“ samfélagsmiðlanna sem dásama einfalt líf hinnar hefðbundnu eiginkonu þá er þetta síður en svo eftirsóknarvert. Þetta er bara hark,“ segir Walker.

mbl.is