Íslandsvinurinn Gordon Ramsay landaði stórum laxi

Stjörnur á ferð og flugi | 29. júlí 2024

Íslandsvinurinn Gordon Ramsay landaði stórum laxi

Ísland er í miklu uppáhaldi hjá breska stjörnukokkinum Gordon Ramsay. Hann hefur heimsótt landið oftar en einu sinni og talar ávallt fallega um upplifun sína af landi og þjóð.

Íslandsvinurinn Gordon Ramsay landaði stórum laxi

Stjörnur á ferð og flugi | 29. júlí 2024

Þetta er stór lax.
Þetta er stór lax. Skjáskot/Instagram

Ísland er í miklu uppáhaldi hjá breska stjörnukokkinum Gordon Ramsay. Hann hefur heimsótt landið oftar en einu sinni og talar ávallt fallega um upplifun sína af landi og þjóð.

Ísland er í miklu uppáhaldi hjá breska stjörnukokkinum Gordon Ramsay. Hann hefur heimsótt landið oftar en einu sinni og talar ávallt fallega um upplifun sína af landi og þjóð.

Stjörnukokkurinn deildi skemmtilegri myndaseríu á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann meðal annars montaði sig af stærðarinnar laxi sem hann landaði. 

„Ótrúleg vika á Íslandi! Og já, ég veiddi stærsta laxinn á þessu ári,“ skrifaði Ramsay við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram)

Ramsay birti einnig tvær myndir frá veitingastaðnum OTO á Instagram Story. Hann hrósaði matnum og þjónustunni í hástert. Er þetta annað árið í röð sem Ramsay snæðir á veitingastaðnum. 

Stjörnukokkurinn var sérstaklega hrifinn af humar cappelletti. 

Ramsay er mjög hrifinn af matnum á OTO.
Ramsay er mjög hrifinn af matnum á OTO. Skjáskot/Instagram
mbl.is