Tvö börn eru látin og níu eru særð eftir hnífsstunguárás á dansnámskeiði í bænum Southport í norðvestur Englandi. Sautján ára drengur er grunaður um verknaðinn og hefur verið handtekinn.
Tvö börn eru látin og níu eru særð eftir hnífsstunguárás á dansnámskeiði í bænum Southport í norðvestur Englandi. Sautján ára drengur er grunaður um verknaðinn og hefur verið handtekinn.
Tvö börn eru látin og níu eru særð eftir hnífsstunguárás á dansnámskeiði í bænum Southport í norðvestur Englandi. Sautján ára drengur er grunaður um verknaðinn og hefur verið handtekinn.
Lögreglan á Merseyside var kölluð að Hart-stræti í Southport um klukkan 10.50 að íslenskum tíma í dag. Upplýsingar um tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Sex af hinum níu særðu eru þungt haldin á sjúkrahúsi, samkvæmt upplýsingum sem BBC hefur frá lögreglunni. Þá séu tveir fullorðnir einnig þungt haldnir.
Vopnaðir lögreglumenn handtóku 17 ára dreng og lögðu hald á hníf í hans fórum. Lögreglan segir drenginn vera frá Banks í Lancaskíri, þó upprunalega frá Cardiff, en hann er grunaður um manndráp og tilraun til manndráps.
Lögreglan leitar ekki að fleiri mönnum í sambandi við árásina, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni.
BBC hefur eftir Tim Johnson, blaðamanni Eye on Southport, að árásin hefði átt sér stað á dansvnámskeiðinu Hope of Hart. Þar séu haldnir jóga- og danstímar fyrir börn á aldrinum sex til tíu ára. Aldur fórnarlambanna liggur þó enn ekki fyrir.