Aðstoðarforstjóri Play í aðeins tæpa þrjá mánuði

Flugfélagið Play | 30. júlí 2024

Aðstoðarforstjóri Play í aðeins tæpa þrjá mánuði

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum Play og fyrsti forstjóri flugfélagsins, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. 

Aðstoðarforstjóri Play í aðeins tæpa þrjá mánuði

Flugfélagið Play | 30. júlí 2024

Arnar Már kynnir vörumerkið Play á fundi í Perlunni í …
Arnar Már kynnir vörumerkið Play á fundi í Perlunni í nóvember 2019. Þá var hann forstjóri flugfélagsins en nú hefur hann hætt störfum í skugga rekstrarvanda félagsins. mbl.is/​Hari

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum Play og fyrsti forstjóri flugfélagsins, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. 

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum Play og fyrsti forstjóri flugfélagsins, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. 

Arnar starfaði sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs og tók við sem aðstoðarforstjóri félagsins fyrir tæplega þremur mánuðum.

Flug­fé­lagið Play til­kynn­ti í dag um breyt­ing­ar á skipu­lagi inn­an flug­fé­lags­ins er varða framkvæmda­stjórn og stjórn­end­ur.

Flug­fé­lagið hefur tapað 4,2 millj­örðum króna það sem af er ári en breyt­ing­arn­ar eru sagðar gerðar til þess að bæta rekst­ur­inn og taka gildi nú um mánaðamót­in.

Andri tekur við

Andri Geir Eyj­ólfs­son tekur við af Arnari sem nýr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs en Andri hefur fimm ára reynslu af störfum fyrir Play.

Andri hefur á liðnu ári starfað sem varaframkvæmdastjóri rekstrarsviðs en á undan því hafði hann verið forstöðumaður tæknideildar í um fjögur ár.

„Andri Geir býr yfir mik­il­vægri reynslu af flugrekstri Play og hef­ur verið al­gjör lykilmaður í fé­lag­inu frá stofn­un,“ er haft eftir Ein­ari Erni Ólafs­syni, for­stjóra Play, sem tók við stöðu sinni um miðjan mars þegar Birg­ir Jóns­son lét af störf­um. Einar hafði þá verið stjórnar­formaður félagsins.

Stærri breytingar

Sem fyrr segir eru breytingarnar hluti af stærri kapli á borði stjórnar og framkvæmdastjórnar.

Georg Har­alds­son fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga­tækni­sviðs læt­ur meðal annars af störf­um og Ramunas Kur­kut­is leysir hann af hólmi sem for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs. Kur­kut­is mun starfa frá Vilníus í Lit­há­en.

„Ég vil þakka Arn­ari Má og Georg fyr­ir þeirra fram­lag á und­an­förn­um árum og óska þeim alls hins besta,“ er enn fremur haft eftir Einari í tilkynningunni.

mbl.is