Fæstum þykir skemmtilegt að heyra fréttir af ferðamönnum sem ganga illa um náttúru Íslands en sögur af „óþekkum“ ferðamönnum virðast vera að færast í aukana, ekki einungis hér á Íslandi heldur út um allan heim.
Fæstum þykir skemmtilegt að heyra fréttir af ferðamönnum sem ganga illa um náttúru Íslands en sögur af „óþekkum“ ferðamönnum virðast vera að færast í aukana, ekki einungis hér á Íslandi heldur út um allan heim.
Fæstum þykir skemmtilegt að heyra fréttir af ferðamönnum sem ganga illa um náttúru Íslands en sögur af „óþekkum“ ferðamönnum virðast vera að færast í aukana, ekki einungis hér á Íslandi heldur út um allan heim.
Eftir heimsfaraldurinn hafa vísindamenn og sálfræðingar velt því fyrir sér hvers vegna ferðamenn virðast haga sér mun verr erlendis en í sínu eigin landi – allt frá því að gera þarfir sínar á almannafæri og skilja skítugan klósettpappír eftir á víðavangi á Íslandi, yfir í að vaða í Trevi-gosbrunninum á Ítalíu.
Geðlæknirinn Javier Labourt, sem hefur ferðast heimshornanna á milli í áratugi, segir að margir þættir geti spilað inn í hegðun ferðamanna.
„Það getur verið einstaklingsbundið, farið eftir aðstæðum eða hvort einstaklingurinn sé að ferðast í hóp og verði fyrir áhrifum annarra,“ segir Labourt.
Alana Dillette, prófessor í ferðamálafræði við San Diego State-háskólann, segir að ferðamenn eigi það til að haga sér illa vegna þess að þeir átti sig hreinlega ekki á samfélagslegum gildum og gefi sér ekki tíma í að komast að því hvaða hegðun þyki viðeigandi í landinu sem þeir heimsækja.
„Mest er þetta skortur á þekkingu og skilningi á hvaða afleiðingar hegðun þeirra hefur á staðinn sem þau heimsækja. Ég held að margir sem ferðast einblíni einungis á hvernig upplifunin muni vera fyrir þau og gleyma öllu í kringum sig vegna þess að þau hafa bara ekki þekkinguna eða réttu upplýsingarnar,“ segir Dillette.
Dr. Kirsty Sedgman, fyrirlesari við Bristol-háskóla í Bandaríkjunum, lýsir öðru dæmi um slæma hegðun ferðamanna þar sem fólk ber sig eins og aðalpersóna í sinni eigin bíómynd og svífst einskis.
Þetta hugarfar getur gert það að verkum að ferðamenn verða dónalegir og frekir. Þar að auki eru þeir líklegri til að krefjast þess að heimamenn og fagfólk í ferðamennsku þjónusti þá algjörlega. Þessi hegðun er sérstaklega áberandi í flugvélum þar sem tilkynningar um reiða flugfarþega hafa aukist gríðarlega á síðustu árum í Bandaríkjunum. Algengt er að farþegar sýni ekki einu sinni lágmarkskurteisi gangvart flugþjónum og neiti að fara eftir fyrirmælum þeirra.
Ástandið varð svo slæmt að árið 2021 tók bandaríski flugiðnaðurinn sig saman og sendi formlegt bréf til dómsmálaráðuneytisins þar í landi til að fá hjálp við að leysa vandann.
„Fólk er ekki endilega að haga sér verr en áður, heldur gerist það nú mun oftar að fólk verði reitt þegar því er bent á sína eigin hegðun. Setningin „ekki segja mér hvað ég á að gera“ lýsir gjarnan þessu hugarfari sem er algjörlega óboðlegt,“ segir Sedgman.
Geðlæknirinn Labourt trúir því að svarið liggi líklega á sálrænum nótum.
„Þegar við ferðumst þá verðum við að gefa okkur tækifæri til tengjast nýja áfangastaðnum og menningunni sem honum fylgir. Þessi tenging krefst þess að við reynum á okkar tilfinningagreind, en það eru ekki allir tilbúnir til þess,“ segir Labourt.