Í gegnum árin hafa ófáir skellt á sig hárkollu, lófafylli af brúnkukremi og rauðu bindi til að stæla útlit og háttalag eins umtalaðasta og umdeildasta manns í heimi, Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Í gegnum árin hafa ófáir skellt á sig hárkollu, lófafylli af brúnkukremi og rauðu bindi til að stæla útlit og háttalag eins umtalaðasta og umdeildasta manns í heimi, Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Í gegnum árin hafa ófáir skellt á sig hárkollu, lófafylli af brúnkukremi og rauðu bindi til að stæla útlit og háttalag eins umtalaðasta og umdeildasta manns í heimi, Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Mörgum hefur mistekist stórlega en þó nokkrir hafa slegið í gegn með snilldarlegum eftirhermum sínum.
Hér má sjá nokkrar af þeim bestu:
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er vel þekktur fyrir hæfileika sína sem leikari og eftirherma.
Baldwin vakti mikla athygli þegar hann byrjaði að stæla Donald Trump í þáttunum Saturday Night Live stuttu eftir að Trump hóf fyrri kosningabaráttu sína. Leikarinn hlaut Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum árið 2017 enda afbragðsgóð eftirherma.
Byggingaverkamaðurinn Thomas Mundy stældi Donald Trump í breska morgunþættinum Good Morning Britain árið 2017 og tókst mjög vel til. Hann fékk sjónvarpsmanninn Piers Morgan til að skella upp úr í beinni útsendingu.
Ungur Bandaríkjamaður kætti netverja þegar hann klæddi sig upp sem Donald Trump á hrekkjavöku á síðasta ári. Myndskeið af honum fór eins og eldur í sinu um netheima.
Darrel Hammond var meðlimur Saturday Night Live á árunum 1995 til 2009. Hann er eftirherma á heimsmælikvarða og ein þekktasta Trump-eftirherma í heimi. Hammond stældi Trump, við hlið hans, þegar fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn gestastýrði þættinum árið 2015.
Matt Friend er ein besta eftirherma í heimi. Hann stælir gjarnan Donald Trump og fór með gamanmál, sem Trump, á árlegum kvöldverði Samtaka fréttamanna Hvíta hússins fyrr á árinu.
Bandaríski grínistinn James Austin Johnson gekk til liðs við Saturday Night Live árið 2021 og sló í gegn með sláandi eftirhermum sínum af þekktum stjórnmálamönnum.