Óeirðir hafa brotist út á götum Southport í Englandi, þar sem þrjú börn voru stungin til bana í gær. Búið er að kveikja í lögreglubifreið og nokkrir lögreglumenn eru særðir.
Óeirðir hafa brotist út á götum Southport í Englandi, þar sem þrjú börn voru stungin til bana í gær. Búið er að kveikja í lögreglubifreið og nokkrir lögreglumenn eru særðir.
Óeirðir hafa brotist út á götum Southport í Englandi, þar sem þrjú börn voru stungin til bana í gær. Búið er að kveikja í lögreglubifreið og nokkrir lögreglumenn eru særðir.
Um hundrað mótmælendur, aðallega karlmenn ýmist klæddir grímum eða hettum, eiga nú í átökum við lögreglu fyrir utan mosku í Southport.
Þykkan reykjarmökk leggur yfir svæðið og myndskeið á samfélagsmiðlum sýna lögreglubíl í ljósum logum.
Sky News greinir frá. Lögreglan hefur fordæmt óeirðirnar og telur að þjóðernisöfgasamtökin English Defence League standi fyrir mótmælunum. „Enskur þar til ég dey!“ heyrist í þeim hrópa í kór.
Mótmælin virðast vera viðbrögð við hnífstunguárás sem varð í bænum í gær.
Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára voru stungnar til bana á dansnámskeiði í bænum. Alls voru 11 börn stungin og 2 fullorðnir.
Sautján ára drengur hefur verið handtekinn í tengslum við verknaðinn. Lögreglan segir drenginn vera frá Banks í Lancaskíri, þó upprunalega frá Cardiff, en hann er grunaður um manndráp og tilraun til manndráps.
Lögreglan hefur staðfest að hann sé fæddur í Bretlandi. Sky News tekur fram að ekkert bendi til þess að hann sé múslimi. Lögreglan í Merseyside segir að hópurinn hafi byrjað að grýta moskuna í bænum.