Segir bændur í Álftaveri vilja varnargarða

Katla | 30. júlí 2024

Segir bændur í Álftaveri vilja varnargarða

„Já þetta hefur gríðarleg áhrif. Þetta fer mjög illa með beitilönd. Það er mikill framburður alltaf frá jöklum í svona hlaupum sem leggst yfir landið þó að vatnið þorni,“ segir Páll Eggertsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri, um áhrif jökulhlaupsins sem varð um helgina.

Segir bændur í Álftaveri vilja varnargarða

Katla | 30. júlí 2024

Jökulhlaupið hófst á laugardag.
Jökulhlaupið hófst á laugardag. Ljósmyndir/Seinbjörn Darri Matthíasson

„Já þetta hefur gríðarleg áhrif. Þetta fer mjög illa með beitilönd. Það er mikill framburður alltaf frá jöklum í svona hlaupum sem leggst yfir landið þó að vatnið þorni,“ segir Páll Eggertsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri, um áhrif jökulhlaupsins sem varð um helgina.

„Já þetta hefur gríðarleg áhrif. Þetta fer mjög illa með beitilönd. Það er mikill framburður alltaf frá jöklum í svona hlaupum sem leggst yfir landið þó að vatnið þorni,“ segir Páll Eggertsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri, um áhrif jökulhlaupsins sem varð um helgina.

Telur hann að byggja þurfi varnargarða á svæðinu.

Páll segir að hlaupið hafi runnið meðfram landi sínu og að strengur í ljósleiðara hans hafi slitnað og er hann enn ekki kominn í lag.

Kveðst hann að öðru leyti hafa sloppið ágætlega en að áhrifin víðast hvar séu þó mikil.

„Þetta auðvitað hefur náð að renna inn á tún og svo hefur útjörðin skemmst alveg gríðarlega,“ segir Páll og bætir við að hlaupið hafi rifið upp gróður og skilið eftir sig drullu og aur yfir gróin lönd. 

Brúin ekki byggð fyrir hlaup úr Kötlu

Nefnir Páll að það hefði þurft að fara í framkvæmdir á svæðinu fyrir löngu síðan til að reyna að koma í veg fyrir eyðilegginguna sem fylgir stórum jökulhlaupum.

Árfarvegur Leirár hafi breyst fyrir um 15 árum og liggur hún nú út í Skálm. Ekkert hafi verið gert til að veita ánni aftur í sinn upprunalega farveg. 

Hlaupið á laugardag hafi síðan komið niður Leirá, sem rennur undan Kötlujöklinum, og í Skálm.

„Eins og brúin yfir Skálm, hún er byggð fyrir 30 árum, 1994 minnir mig, og hún var ekkert byggð fyrir það að taka við vatninu úr Leirá líka.“

Samfélagið vill varnargarða

„Okkur í Álftaverinu finnst mjög nauðsynlegt að það séu settir varnargarðar þannig að Leiránni sé haldið í sínum gamla farvegi og hún er náttúrulega búin að skemma mikið af góðum beitilöndum núna. Bæði náttúrulega allmest núna en líka á undanförnum árum því hún er búin að flækjast þarna um land sem ekki hefur verið vatn á áratugum saman eða aldrei.“

Hefur það aldrei verið til umræðu?

„Jú jú það hefur verið til umræðu en þeir framkvæmdaaðilar eins og Landgræðslan og Vegagerð hafa ekki viljað taka þessi verkefni að sér.“

Einhver ástæða fyrir því gefin?

„Sennilega peningaskortur. Ég held þeir kenni því alltaf um.“ 

Frá vinnu við hringveginn á sunnudag. Eins og sést var …
Frá vinnu við hringveginn á sunnudag. Eins og sést var framburður jökulhlaupsins mikill. mbl.is/Hákon
mbl.is