Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi, í kjölfar áminningarbréfs sem Sigríður veitti honum fyrir tveimur árum, ekki bætt ráð sitt. Ákvað hún því að vísa málefnum tengdum tjáningu Helga til dómsmálaráðherra en það var ráðherra sem skipaði Helga í embætti.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi, í kjölfar áminningarbréfs sem Sigríður veitti honum fyrir tveimur árum, ekki bætt ráð sitt. Ákvað hún því að vísa málefnum tengdum tjáningu Helga til dómsmálaráðherra en það var ráðherra sem skipaði Helga í embætti.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi, í kjölfar áminningarbréfs sem Sigríður veitti honum fyrir tveimur árum, ekki bætt ráð sitt. Ákvað hún því að vísa málefnum tengdum tjáningu Helga til dómsmálaráðherra en það var ráðherra sem skipaði Helga í embætti.
Var áminningin sem Helgi fékk fyrir tveimur árum veitt vegna tjáningar hans og orðfæri í opinberri umræðu. Var háttsemin, sem var utan starfs, talin hafa verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og hafa varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknara.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Sigríðar við fyrirspurn mbl.is um málefni Helga.
Greint var frá því í gær að Helgi hefði verið leystur frá störfum tímabundið vegna kæru sem hann á yfir sér frá hjálparsamtökunum Solaris. Stjórn hjálparsamtakanna kærði Helga vegna ummæla sem hann lét fjalla um innflytjendur, flóttafólk og samtökin sömuleiðis. Stjórnin tilkynnti ummælin einnig til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga.
Helgi hefur rætt við fjölmiðla vegna máls Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, sem hefur haft í hótunum við Helga og fjölskyldu hans. Mohamad var nýlega dæmdur í átta ára fangelsi.
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting,“ sagði Helgi um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum þegar hann var í viðtali við Vísi um miðjan mánuð.
Ummælin vöktu sterk viðbrögð. Oddur Ástráðsson lögmaður sagði orðræðuna ala á sundrung og fordómum. Helgi lét þá einnig hörð ummæli falla um Odd.
Töldu samtökin Solaris að Helgi hefði gert sig vanhæfan með ummælunum. „Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“
Í svari Sigríðar við fyrirspurn mbl.is segir hún að í áminningarbréfinu frá árinu 2022 hafi komið fram að niðurstaða ríkissaksóknara væri að með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, hafi háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans sem vararíkissaksóknari verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.
Þá var í bréfinu lögð áhersla á að vararíkissaksóknari væri staðgengill ríkissaksóknara sem æðsti handhafi ákæruvalds á Íslandi og að honum bæri að vera vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu.
Var Helga gefinn kostur á að bæta ráð sitt með því að ítreka ekki ávirðingar eða háttsemi af því tagi sem lýst var í bréfinu. Að öðrum kosti gæti það leitt til þess að honum yrði veitt lausn frá embætti.
Nú er ljóst að Sigríður telur að Helgi hafi á ný verið með ósæmileg ummæli og varpað rýrð á störf hans.
„Að mati ríkissaksóknara hefur Helgi Magnús Gunnarsson ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti hefur hann enn og aftur með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi sínu sem vararíkissaksóknari, sýnt af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans.
Ríkissaksóknari hefur því vísað málefnum tengdum tjáningu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sem er stjórnvaldið sem skipaði hann í embætti vararíkissaksóknara og veitir lausn frá því embætti um stundarsakir skv. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, telji ráðherra efni til þess. Ríkissaksóknari hefur ekki frekari aðkomu að því máli,“ segir í svari Sigríðar til mbl.is.
Áminningin sem Helga var veitt árið 2022 kom til eftir kæru Samtakanna '78. Var það vegna ummæla hans og orðfæris í opinberri umræðu á samfélagsmiðlinum Facebook sem m.a. vörðuðu hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn.
Setti Helgi fram athugasemdir sínar vegna nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í júlí árið 2022. Taldi dómurinn að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hefðu ranglega ekki tekið kynhneigð manns trúanlega, en stefnandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 sökum kynhneigðar.
Helgi skrifaði á Facebook: „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“
Kærðu Samtökin '78 þessi ummæli meðal annars með vísan í 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við rógburði gagnvart ákveðnum samfélagshópum.