Skjálfti af stærðinni 3 mældist við Reykjanestá upp úr kl. 21 í kvöld.
Skjálfti af stærðinni 3 mældist við Reykjanestá upp úr kl. 21 í kvöld.
Skjálfti af stærðinni 3 mældist við Reykjanestá upp úr kl. 21 í kvöld.
Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en að svo stöddu virðist hann ekki vera hluti af stærri hrinu, að sögn náttúruvársérfræðings, sem segir einnig að enginn órói fylgi þessari virkni heldur.
Skjálftinn mældist í 3,4 km dýpi kl. 21.11 í kvöld. Upptök hans voru um 0,4 km frá Reykjanestá en engar tilkynningar hafa borist til Veðurstofu um að hans hafi orðið vart við í byggð.
Aðspurð segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, að engin frekari merki sjáist um aukna virkni annars staðar á Reykjanesskaganum að svo stöddu.
Skjálftavirkni á þessu svæði er tíð og hefðbundin. Í gærmorgun varð skjálftahrina norðvestur af Eldey þar sem stærsti skjálftinn mældist einnig 3,2 að stærð.
Í jarðskjálftahrinu í ágúst 2023 mældist stærsti skjálftinn 4,5 að stærð og í október árið 2022 var skjálfti af stærð 4,4.
Sem fyrr greinir bendir ekkert til þess að svo stöddu að órói hafi fylgt skjálftavirkninni sem mældist fyrr í kvöld.
Veðurstofan varaði aftur á móti í dag við því að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og eldgosi á næstu dögum.
Skjálftum á Sundhnúkagígaröðinni hefði fjölgað hægt og sérfræðingar teldu nægan þrýsting hafa byggst upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði.
Aukin smáskjálftavirkni mældist á Sundhnúkagígaröðinni í gær og stóð yfir í um 50 mínútur.
Fréttin hefur verið uppfærð.