Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.
Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.
Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.
Pax, sem er tvítugur að aldri, ók rafskútu sinni, án hjálms, aftan á bíl á Los Feliz Boulevard síðla dags í gær.
Betur fór en á horfðist en að sögn lögreglu var Pax með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Hann kvartaði undan verk í höfði og á mjöðm.
Læknar segja hann á góðum batavegi og búast við því að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.
Pax er næstelsta barn Jolie og Pitt.