Uppáhaldsmáltíðir Söru fyrir hlaupaæfingar

Uppskriftir | 30. júlí 2024

Uppáhaldsmáltíðir Söru fyrir hlaupaæfingar

Sara Ósk Jóhannsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur hreyfingu. Hún æfði handbolta á sínum yngri árum en varð heilluð af hlaupum eftir að hún setti handboltaskóna á hilluna. 

Uppáhaldsmáltíðir Söru fyrir hlaupaæfingar

Uppskriftir | 30. júlí 2024

Sara Ósk Jóhannsdóttir deilir tveimur af sínum uppáhaldsuppskriftum fyrir hlaupaæfingar.
Sara Ósk Jóhannsdóttir deilir tveimur af sínum uppáhaldsuppskriftum fyrir hlaupaæfingar. Samsett mynd

Sara Ósk Jóhannsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur hreyfingu. Hún æfði handbolta á sínum yngri árum en varð heilluð af hlaupum eftir að hún setti handboltaskóna á hilluna. 

Sara Ósk Jóhannsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur hreyfingu. Hún æfði handbolta á sínum yngri árum en varð heilluð af hlaupum eftir að hún setti handboltaskóna á hilluna. 

Sara er búsett í Óðinsvé í Danmörku þar sem hún mun hefja framhaldsnám í klínískri sálfræði í haust. Hún hefur verið dugleg að taka þátt í hinum ýmsu keppnishlaupum að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis, en hún sagði frá hlaupavegferð sinni í viðtali á Smartlandi fyrr í sumar. 

Snöggar og auðveldar máltíðir í uppáhaldi fyrir æfingar

Sara Ósk deilir hér tveimur uppskriftum sem eru í miklu uppáhaldi hjá henni fyrir hlaupaæfingar. 

„Ég fæ mér oftast eitthvað snöggt og auðvelt að borða fyrir hlaupaæfingar. Það getur meðal annars verið hafragrautur með chia fræjum og hnetusmjöri, egg og kotasæla, hrískökur með hnetusmjöri og bönunum eða bollur sem ég bý sjálf til með einhverskonar áleggi,“ segir hún. 

Heimagerðar bollur fyrir hlaupin

Hráefni:

  • 4 egg
  • 400 g kotasæla
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 400 g hafrar

Aðferð: 

  1. Forhitið ofninn á 200°C.
  2. Setjið öll hráefni í stóra skál og hrærið vel saman. 
  3. Myndið litlar kúlur úr deiginu með höndunum. 
  4. Leggið kúlurnar á ofnplötu með bökunarpappír. 
  5. Bakið bollurnar í um 30 mínútur í ofninum. 
  6. Leyfið hugmyndarfluginu að ráða í vali á áleggi og njótið!
  7. Hræra saman öll hráefni í skál
Bollurnar eru frábærar fyrir hlaupaæfingar að sögn Söru.
Bollurnar eru frábærar fyrir hlaupaæfingar að sögn Söru.

„Overnight“ hafragrautur

Hráefni:

  • 1/2 dl hafrar
  • 1 msk. chia fræ
  • 3/4 dl mjólk
  • 1/4 tsk kanill
  • 1-2 skeiðar próteinduft
  • Ber, ávextir, hnetur eða hnetusmjör að eigin vali til að toppa grautinn

Aðferð:

  1. Setjið hafra, chia fræ, kanil, próteinduft og mjólk í skál og hrærið vel saman. 
  2. Hellið blöndunni í lokað ílát.
  3. Geymið grautinn inni í ísskáp yfir nóttu.
  4. Bætið góðgæti að eigin vali ofan á grautinn áður en hann er borðaður. Sara Ósk mælir með því að toppa grautinn með berjum, hnetum eða hnetusmjöri.
mbl.is