Framkvæmdir við vegagerð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar eru hafnar, en verið er að leggja veg upp frá Landvegi að Hvammi í Landsveit þar sem áformað er að virkjunin rísi. Fyrirtækið Þjótandi annast lagningu vegarins.
Framkvæmdir við vegagerð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar eru hafnar, en verið er að leggja veg upp frá Landvegi að Hvammi í Landsveit þar sem áformað er að virkjunin rísi. Fyrirtækið Þjótandi annast lagningu vegarins.
Framkvæmdir við vegagerð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar eru hafnar, en verið er að leggja veg upp frá Landvegi að Hvammi í Landsveit þar sem áformað er að virkjunin rísi. Fyrirtækið Þjótandi annast lagningu vegarins.
Einnig er verið að undirbúa að leggja grunn að vinnubúðum á svæðinu, ásamt lagningu veitukerfa fyrir þær og framkvæmdasvæðið í heild.
Virkjunarleyfi liggur þó ekki fyrir enn, en skv. upplýsingum frá Þóru Arnórsdóttur, forstöðumanni samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, er búist við að Orkustofnun gefi út leyfið í síðasta lagi í lok ágústmánaðar.
Þegar það liggur fyrir verður sótt um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélaga.
Auk framkvæmda við Hvammsveg stendur til að leggja nýjan Búðafossveg auk brúar, en farið verður í það verkefni þegar leyfi fyrir virkjuninni eru í höfn.