Vestfirðirnir hafa fengið vind í seglin

Fiskeldi | 30. júlí 2024

Vestfirðirnir hafa fengið vind í seglin

„Með sjókvíaeldi og þeim umsvifum sem því fylgja hafa Vestfirðirnir að nýju fengið vind í seglin,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður.

Vestfirðirnir hafa fengið vind í seglin

Fiskeldi | 30. júlí 2024

Ísafjörður er að eflast.
Ísafjörður er að eflast. mbl.is/Sigurður Bogi

„Með sjókvíaeldi og þeim umsvifum sem því fylgja hafa Vestfirðirnir að nýju fengið vind í seglin,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður.

„Með sjókvíaeldi og þeim umsvifum sem því fylgja hafa Vestfirðirnir að nýju fengið vind í seglin,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður.

„Byggð hér hefur eflst, atvinnutækifæri skapast og farið hefur verið í ýmsar fjárfestingar. Innviðaskuldin sem myndast hafði er nú goldin með uppbyggingu vega víða sem valda byltingu hér um slóðir. Þó er mikilvægt að uppbygging hér sé í sátt við samfélagið og viðhorf á hverjum tíma. Þess vegna er þörf á að fiskeldinu verði sem fyrst settur lagarammi svo ekkert fari milli mála.“

Á ferð vestra á dögunum tók Morgunblaðið tali Höllu Signýju, þingmann Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem býr að Holti í Önundarfirði.

Halla Signý hefur setið á Alþingi síðan árið 2017.
Halla Signý hefur setið á Alþingi síðan árið 2017. mbl.is/Sigurður Bogi

Hún hefur setið á Alþingi frá 2017; á tíma og margt hefur breyst á heimaslóðum hennar vestra. Laxeldið er þar stór áhrifaþáttur; kvíar eru á fjörðum og í landi margvísleg þjónusta tengd eldinu. Er þar nærtækt að nefna laxasláturhúsið stóra sem byggt var í Bolungarvík, en starfsemi þar hófst þar fyrir um hálfu ári. Auknum umsvifum í eldinu hefur fylgt að íbúaþróun á svæðinu hefur snúist við með nýjum störfum. Mikið er fjárfest og tekjur skapast.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

mbl.is