Anton Sveinn McKee synti í síðasta skipti á Ólympíuleikunum er hann hafnaði í 15. sæti í 200 metra bringusundi í París í gærkvöldi. Hann hafði gefið það út fyrir leikana að þeir væru þeir fjórðu og síðustu á ferlinum.
Anton Sveinn McKee synti í síðasta skipti á Ólympíuleikunum er hann hafnaði í 15. sæti í 200 metra bringusundi í París í gærkvöldi. Hann hafði gefið það út fyrir leikana að þeir væru þeir fjórðu og síðustu á ferlinum.
Anton Sveinn McKee synti í síðasta skipti á Ólympíuleikunum er hann hafnaði í 15. sæti í 200 metra bringusundi í París í gærkvöldi. Hann hafði gefið það út fyrir leikana að þeir væru þeir fjórðu og síðustu á ferlinum.
„Maður finnur það á sér að maður er tilbúinn að finna sér ný markmið á nýjum vettvangi. Maður hefur sett lífið á hakann til að geta helgað sér sundinu. Það var æðislegt en núna er kominn tími á aðra hluti,“ sagði Anton í samtali við mbl.is eftir sundið.
Anton hefur þurft að fórna ýmsu fyrir sundferilinn, ekki síst fjárhagslega en einnig félagslega.
„Byrjum á að safna peningum,“ sagði Anton og hló aðspurður að hvað tæki við. „Maður vill geta varið meiri tíma með fjölskyldunni á Íslandi, huga að því að stofna sér fjölskyldu. Það er hellingur af öðrum hlutum sem gefa lífinu gildi sem maður hefur ekki fengið að elta eins vel og maður vildi,“ sagði hann.
Hann sagði ákveðinn létti að þurfa ekki að hefja undirbúning fyrir næstu Ólympíuleika á næstu mánuðum.
„Þetta er léttir og ekki léttir. Þegar þú ferð í þetta ertu að skuldbinda þig líkamlega og andlega. Það er það eina sem kemst að og ekkert annað sem fær forgang. Það tekur á að æfa líkamlega og stundum er maður gjörsamlega búinn á því. Andlega er þetta líka gígantískt. Það er léttir að geta tekið sér aðra hluti fyrir á næstunni,“ sagði Anton Sveinn.