Börðust við lögreglu og kveiktu elda

Börðust við lögreglu og kveiktu elda

Um 100 mótmælendur börðust við lögreglu og kveiktu elda í Southport í Englandi í gær. Mótmælin áttu sér stað fyrir utan mosku en talið er að mótmælin hafi verið skipulögð af þjóðernisöfga­sam­tök­unum English Defence League, sem hafa lengi verið þekkt fyrir múslimaandúð.

Börðust við lögreglu og kveiktu elda

Stunguárás í Southport á Englandi | 31. júlí 2024

Mótmælendur börðust við lögreglu í mótmælaskini við árásinna.
Mótmælendur börðust við lögreglu í mótmælaskini við árásinna. AFP/Roland Lloyd Parry

Um 100 mótmælendur börðust við lögreglu og kveiktu elda í Southport í Englandi í gær. Mótmælin áttu sér stað fyrir utan mosku en talið er að mótmælin hafi verið skipulögð af þjóðernisöfga­sam­tök­unum English Defence League, sem hafa lengi verið þekkt fyrir múslimaandúð.

Um 100 mótmælendur börðust við lögreglu og kveiktu elda í Southport í Englandi í gær. Mótmælin áttu sér stað fyrir utan mosku en talið er að mótmælin hafi verið skipulögð af þjóðernisöfga­sam­tök­unum English Defence League, sem hafa lengi verið þekkt fyrir múslimaandúð.

Mótmælendurnir söfnuðust saman eftir að 17 ára gamall strákur framdi hrottalega stunguárás á dansviðburði fyrir börn.

Þrjár stúlkur sem voru á aldrinum 6 til 9 ára hafa látið lífið eftir árásina en átta börn hlutu stungusár og eru fimm þeirra alvarlega slösuð. Einnig slösuðust tveir fullorðnir en þeir eru sagðir hafa reynt að vernda börnin. 

Íbúar og fyrirtækjaeigendur á svæðinu segjast hafa séð í kringum tíu börn hlaupa burt með blóð á sér. 

Moskan skotmarkið

Myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglu sem dreifðust  á samfélagsmiðlum sýndu lögreglubíl í ljósum logum og mótmælendur að kasta grjóti og öðrum hlutum að lögreglu, en greinilegt var að moskan á svæðinu var skotmark mótmælenda, þar sem þeir köstuðu múrsteinum og grjóti í moskuna. 

Lögreglan í Merseyside sagði að einn lögreglumaður hefði hlotið nefbrot í átökunum. „Lögreglumenn á vettvangi eru að fást við glæpsamlega hegðun og ofbeldi þar sem flöskum og sorptunnum er kastað að þeim,“ sagði lögreglan.

Ofbeldið braust út skömmu eftir að minningarathöfn var haldin í miðbænum, þar sem þúsundir manna komu saman og minntust fórnarlamba árásarinnar.

Breska múslimaráðið (e. Muslim Council of Britain), sagði að bakslag gegn múslimum hafi hafist eftir að orðrómur fór af stað um uppruna árásarmannsins á samfélagsmiðlum og hjá fjölmiðlum. Þar var ýtt undir rangfærslur frá rússneskri fréttasíðu sem tengdi glæpinn ranglega við múslima. Lögreglan hefur þó ekki gefið út neinar upplýsingar um árásarmanninn nema aldur og heimabæ hans.

Fólk hefur verið að leggja blóm við vettvang árásarinnar, meðal …
Fólk hefur verið að leggja blóm við vettvang árásarinnar, meðal annars forsætisráðherran, Keir Starmer. AFP/Peter Powell

Forsætisráðherrann hrópaður niður

Forsætisráðherra Bretland, Keir Starmer, heimsótti bæinn og sagði að harmleikurinn „snerti taugar“ hjá öllum í landinu. Hann var meðal margra sem lögðu blóm á vettvang árásarinnar. Til hans var þó hrópað af nokkrum áhorfendum þegar hann lagði blómin, en einn maður hrópaði: „Hversu margir fleiri munu deyja á götum okkar, forsætisráðherra?“

Unglingurinn sem var handtekinn vegna árásarinnar er grunaður um morð og morðtilraunir. Hann er frá nágrannaþorpinu Banks, en fæddur í Cardiff, samkvæmt lögreglu. Lögreglan sagði að nafn sem deilt var á samfélagsmiðlum væri rangt og hvetur fólk til þess að hlusta ekki á getgátur á meðan rannsóknin stendur yfir. 

Starmer birti færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann fordæmdi mótmælin og ásakaði mótmælendur um að um að breyta vöku fórnarlambanna í ofbeldi og segir að þeir munu fá að finna fyrir mátti laganna. 

mbl.is