Færri nætur á landsbyggðinni en fleiri í borginni

Ferðamenn á Íslandi | 31. júlí 2024

Færri nætur á landsbyggðinni en fleiri í borginni

Gistinætur á hótelum í júní voru tæplega 479.500 eða um 6% færri en á fyrra ári. 

Færri nætur á landsbyggðinni en fleiri í borginni

Ferðamenn á Íslandi | 31. júlí 2024

Gistinóttum erlendra ferðamanna hefur fækkað frá fyrra ári.
Gistinóttum erlendra ferðamanna hefur fækkað frá fyrra ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gistinætur á hótelum í júní voru tæplega 479.500 eða um 6% færri en á fyrra ári. 

Gistinætur á hótelum í júní voru tæplega 479.500 eða um 6% færri en á fyrra ári. 

Blikur hafa verið á lofti í ferðaþjónustunni en eftirspurn eft­ir ferðum til lands­ins hef­ur fækkað sam­an­borið við síðasta ár og töluvert færri gistinætur mældust á hótelum í öðrum landshlutum.

Samkvæmt nýjust tölum Hagstofunnar mælist 1% aukning á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri gistinætur mældust á hótelum í öðrum landshlutum. Gistinótt­um fækkaði um 27% á Aust­ur­landi og 17% á Suður­nesj­um.

20% gistinátta bókaðar af Íslendingum

Áætlaður heildarfjöldi gistinátta á öllum skráðum gististöðum í júní var um 1.099.800 sem er sambærilegt við júní 2023.

Heimamenn virðast hafa aukið aðsókn sína á hótel landsins samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. 20% gistinátta voru bókaðar af Íslendingum, eða 97.600 gistinætur.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru 381.900, eða 80% af hótelgistinóttum.

Fjölda gistinátta erlendra ferðamanna fækkaði um 8% en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 5%.

Óskráðar gistinætur 130.000

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 655.500 og um 444.300 á öðrum tegundum skráðra gististaða t.d. íbúðagistingu og orlofshúsum.

Þar fyrir utan er áætlað að óskráðar gistinætur erlendra ferðamanna í júní hafi verið um 130.000 í gegnum vefsíður sem miðla heimagistingu og um 13.000 hjá vinum og ættingjum en að fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í húsbílum hafi verið um 4.000.

Fréttin var uppfærð 4. ágúst með leiðréttum upplýsingum Hagstofunnar. 

mbl.is