Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki tjá sig um beiðni ríkissaksóknara þess efnis að hún leysi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara tímabundið frá störfum.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki tjá sig um beiðni ríkissaksóknara þess efnis að hún leysi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara tímabundið frá störfum.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki tjá sig um beiðni ríkissaksóknara þess efnis að hún leysi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara tímabundið frá störfum.
Þetta kemur fram viðtali við Guðrúnu í Dagmálum, en þátturinn birtist í heild sinni á föstudaginn.
„Nú er það þannig að hér er um að ræða starfsmannamál hjá einu embætti, æðsta handhafa ákæruvalds í landinu. Ég hef fengið erindi frá ríkissaksóknara, það erindi er til skoðunar í ráðuneytinu og ég tel ekki við hæfi að ég sé að tjá mig um þetta mál fyrr en við höfum skoðað þetta betur. Það mun ég gera næstu daga og ég mun ekki tjá mig um þetta mál meðan svo er,“ segir Guðrún aðspurð.
Dómsmálaráðuneytinu barst á dögunum erindi frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara þar sem lagt var til að Helgi yrði tímabundið leystur frá störfum. Guðrún kveðst ætla að skoða málið til hlítar áður en hún tekur afstöðu. Hún treystir sér ekki til að segja hvenær hún svarar erindinu.
„Ég mun taka þann tíma sem þarf til þess. Ég ætla vanda mig og við erum erum að vanda okkur í dómsmálaráðuneytinu,“ segir hún.
Muhamed Kourani, sem gengur nú undir nafninu Muhamed Kourani Th. Jóhannesson, hefur vakið mikla athygli fyrir glæpsamleg athæfi sín. Þá vakti nýverið athygli málefni Palestínufjölskyldu sem hótaði ítrekað dóttur sinni fyrir að hafa byrjað með öðrum manni.
mbl.is hefur einnig greint frá því að 75% af þeim sem voru hnepptir í gæsluvarðhald á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar.
Myndir þú segja að Ísland sé ekki lengur jafn öruggur staður út af því hvernig hefur verið haldið utan um útlendingamálin síðustu ár?
„Ísland er eitt öruggasta land í heimi, það er staðreynd. Ísland hefur vitaskuld tekið samfélagsbreytingum á síðustu árum og það hefur gríðarlegur fjöldi fólks flutt til landsins. Ég hef vakið athygli á því að á síðustu tveimur árum hafa um níu þúsund einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi,“ segir Guðrún.
Hún segir að í sumum sveitarfélögum, eins og í Reykjanesbæ og Vík í Mýrdal, hafi orðið miklar breytingar á samsetningu íbúa. Segir hún að yfir helmingur íbúa í Vík í Mýrdal séu af erlendu bergi brotinn.
„Af því að þú nefnir öryggi þá er á Íslandi þá er það einnig svo að skipulögð glæpastarfsemi, henni hefur vaxið mjög ásmeginn alls staðar í heiminum og við erum ekki eyland í þeim skilningi – að þeir angar teygja sig einnig hér til Íslands,“ segir Guðrún og bætir við:
„Við erum að sjá gríðarlega aukningu í stafrænum glæpum. Það er að segja að nánast öll afbrot sem hér koma upp, þau hafa einhverjar tengingar. Við vitum það að hér eru skipulagðir brotahópar sem eru að reyna að festa sig hér í sessi og ég tek því mjög alvarlega að reyna sporna við þeirri þróun.“
Viðtalið við Guðrúnu birtist í heild sinni á föstudaginn og verður aðgengilegt öllum áskrifendum Morgunblaðsins.