Guðlaug Edda Hannesdóttir var á meðal þátttakenda í þríþraut á Ólympíuleikunum í París.
Guðlaug Edda Hannesdóttir var á meðal þátttakenda í þríþraut á Ólympíuleikunum í París.
Guðlaug Edda Hannesdóttir var á meðal þátttakenda í þríþraut á Ólympíuleikunum í París.
Í þríþraut eru m.a. syntir 1.500 metrar og fór sundkeppnin fram í ánni Signu í miðborg frönsku höfuðborgarinnar.
Mikið hefur verið rætt og ritað um hve skítug Signa er og hvort óhult sé að synda í vatninu. Edda vonar það besta eftir að hún kyngdi óvart vatni á meðan hún synti.
„Ég held það sé óhjákvæmilegt. Sjáum hvernig þetta verður á eftir, ég vona það besta,“ sagði hún brosandi við mbl.is eftir keppnina.