Unnið er að viðgerðum eftir að röskun varð á ljósleiðarastreng um helgina þegar að Mýrdalsjökull hljóp fram í ána Skálm.
Unnið er að viðgerðum eftir að röskun varð á ljósleiðarastreng um helgina þegar að Mýrdalsjökull hljóp fram í ána Skálm.
Unnið er að viðgerðum eftir að röskun varð á ljósleiðarastreng um helgina þegar að Mýrdalsjökull hljóp fram í ána Skálm.
Stærðarinnar jökulhlaup, upp á allt að þúsund rúmmetra á sekúndu, hófst úr Mýrdalsjökli á laugardag og flóð úr jöklinum skemmdi um 700 metra vegkafla á hringveginum.
Atli Stefán Yngvason, sérfræðingur hjá Mílu, útskýrir í samtali við mbl.is að vatn úr jökulhlaupinu hafi lagt mikið álag á ljósleiðarastreng á svæðinu, sem hafði tilheyrandi áhrif á sambönd Mílu í kringum Kirkjubæjarklaustur og nágrenni.
„Það er eins og hann væri við það að slitna,“ segir Atli en strengurinn slitnaði blessunarlega ekki. „[Álagið] veldur svokallaðri deyfingu sem dregur öll gæðin niður á ljósleiðaranum svæðinu.“
Hann segir að mestra áhrifa gæti á Kirkjubæjarklaustri en kveður áhrifin annars minniháttar.
Í gær lauk viðgerðum á einu svæði þar sem strengurinn varð fyrir hnjaski, að sögn Atla. Aftur á móti eigi enn eigi eftir að klára viðgerðir í Ásum, en það hefur reynst erfitt vegna vatnsmagns.
„Þegar því lýkur ætti kerfið að vera komið á góðan stað.“