Bíða verður fram að hausti til að vita nákvæmlega hve mikið sauðfé jökulhlaupið tók með sér er það streymdi frá Mýrdalsjökli yfir tún og lönd á laugardag.
Bíða verður fram að hausti til að vita nákvæmlega hve mikið sauðfé jökulhlaupið tók með sér er það streymdi frá Mýrdalsjökli yfir tún og lönd á laugardag.
Bíða verður fram að hausti til að vita nákvæmlega hve mikið sauðfé jökulhlaupið tók með sér er það streymdi frá Mýrdalsjökli yfir tún og lönd á laugardag.
Þorbergur Jónsson, bóndi á Holti í Álftaveri, segir í samtali við mbl.is að eitt tún og girðingar hafi skemmst hjá sér í hlaupinu. Sé þá óvitað með hve mikið sauðfé gæti hafa orðið fyrir hlaupinu og engin leið sé til þess að kanna það.
„Nei þetta er bara þannig svæði að það er ekki hægt. Það er bara allt á kafi í drullu og erfitt að fara um það,“ segir Þorbergur og bætir við.
„Það sem lendir í flóðinu, það getur náttúrulega bara horfið þannig það kemur nú ekkert sennilega endanlega í ljós fyrr en farið er að skoða bókhald eftir að allt fé er komið heim.“
Aðspurður segir hann það vera í september eða október, eftir smalamennsku.
Er þá bara óvissa fram að því?
„Það er óvissa fram að því. Maður veit ekkert hvort að hefur farið ein eða tvær eða tíu eða tuttugu. Það veit enginn,“ segir Þorbergur að lokum.