Breski dýfingamaðurinn Tom Daley er mættur á Ólympíuleikana og að sjálfsögðu vopnaður prjónum og garni.
Breski dýfingamaðurinn Tom Daley er mættur á Ólympíuleikana og að sjálfsögðu vopnaður prjónum og garni.
Breski dýfingamaðurinn Tom Daley er mættur á Ólympíuleikana og að sjálfsögðu vopnaður prjónum og garni.
Daley, sérstakur áhugamaður um prjón og prjónaskap, sást prjóna ullarpeysu er hann fylgdist með þriggja metra dýfingum kvenna í París á dögunum. Dýfingamaðurinn hefur birt þó nokkrar færslur af prjónaferlinu á samfélagsmiðlum og virðist honum miða vel áfram. Daley er kominn langt á leið með peysuna sem er í bresku fánalitunum og með nafn hans á bakinu.
Prjónaskapur Daley hefur vakið mikla lukku meðal netverja og fylgjast margir með honum sinna þessu skemmtilega áhugamáli á samfélagsmiðlum.
Í viðtali við fréttamiðilinn Today viðurkenndi Daley að hann prjóni til að losa sig við stress og að prjónaskapurinn hafi margoft bjargað honum frá því að ofhugsa á sjálfan keppnisdaginn.
Dýfingamaðurinn er sannfærður um að prjónamennskan hafi verið ofurkraftur hans á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 og hjálpað honum að landa gullverðlaunum.
„Við máttum ekki fara út. Við máttum ekki gera neitt, máttum varla spjalla og það var svo mikill tíma til að ofhugsa hlutina. Það varð til þess að ég tók upp prjónana. Þetta varð meðalið mitt og ró,“ sagði Daley.