Ekki gleyma þessu á útihátíðina!

Farðu úr bænum | 1. ágúst 2024

Ekki gleyma þessu á útihátíðina!

Þar sem verslunarmannahelgin er á næsta leiti þá ákvað Smartland að taka saman nokkrar nauðsynjar sem gera góða helgi enn betri.

Ekki gleyma þessu á útihátíðina!

Farðu úr bænum | 1. ágúst 2024

Ástin átti sér stað í Herjólfsdal.
Ástin átti sér stað í Herjólfsdal. mbl.is/Ari Páll

Þar sem versl­un­ar­manna­helg­in er á næsta leiti þá ákvað Smart­land að taka sam­an nokkr­ar nauðsynj­ar sem gera góða helgi enn betri.

Þar sem versl­un­ar­manna­helg­in er á næsta leiti þá ákvað Smart­land að taka sam­an nokkr­ar nauðsynj­ar sem gera góða helgi enn betri.

Sölt og steinefni!

Það finnst eng­um auðvelt eða skemmti­legt að vera þunn­ur. Til að draga úr timb­urmönn­um er til­valið að drekka Happy Hydra­te, fyr­ir og eft­ir skemmtikvöld. Með því nær lík­am­inn að halda bet­ur í vökv­ann sem tap­ast við áfeng­is­drykkju. Auk þess get­ur Happy Hydra­te dregið úr haus­verkj­um og leyft þér að halda par­tí­inu gang­andi. 

Stangirnar koma í þremur mismundandi bragðtegundum.
Stang­irn­ar koma í þrem­ur mis­mund­andi bragðteg­und­um. Skjá­skot/​happy­hydra­te.is

Sólgler­augu!

Maður veit aldrei hvenær sól­in læt­ur sjá sig og svo koma góð sólgler­augu líka að góðum not­um þegar maður er ný­vaknaður og kannski ekki al­veg til­bú­inn í dag­inn.

Porsche Design sólgleraugun eru einstaklega töff.
Porsche Design sólgler­aug­un eru ein­stak­lega töff. Skjá­skot/​opticalstudio.is

Vatns­brúsi!

Góður vatns­brúsi er ómiss­andi í bak­pok­ann. Þessi 500 ml Chilly's brúsi með röri held­ur svala­drykkn­um köld­um yfir all­an dag­inn. Það er mik­il­vægt að halda vökvastig­inu í lagi.

Þessi brúsi er uppfærð útgáfa af upprunalegur Chilly´s brúsunum. Nú …
Þessi brúsi er upp­færð út­gáfa af upp­runa­leg­ur Chilly´s brús­un­um. Nú fást þeir meðal ann­ars með bakt­eríu­eyðandi stút. Skjá­skot/​elko.is

Skot­glas!

Skemmti­legt skot­glas til að hafa um háls­inn er til­valið fyr­ir stemn­ings­fólkið og ekki myndi það skemma fyr­ir ef að all­ur vina­hóp­ur­inn gæti skálað í stíl.

Algjört kúrekaæði hefur ríkt hér á landi í allt sumar …
Al­gjört kú­rekaæði hef­ur ríkt hér á landi í allt sum­ar en þessi litlu kú­reka­stíg­vél eru til­val­in fyr­ir úti­hátíðina. Skjá­skot/​party­vor­ur.is

Ferðahleðslu­tæki!

Það er ör­ygg­is­mál að sím­inn sé alltaf vel hlaðinn. Auk þess eru fáar inn­stung­ur í venju­leg­um tjöld­um. Mundu bara eft­ir hleðslu­snúr­unni líka.

Nauðsynlegt að muna eftir hleðslukubbnum.
Nauðsyn­legt að muna eft­ir hleðslukubbn­um. Skjá­skot/​elko.is

Sól­ar­vörn!

Góð húðum­hirða er mjög mik­il­væg og því má alls ekki gleyma sól­ar­vörn­inni. 

Góð sólarvörn skiptir máli.
Góð sól­ar­vörn skipt­ir máli. Skjá­skot/​Lyfja­ver

Smokk­ar!

Það er upp­lagt að setja ör­yggið á odd­inn eft­ir að báðir aðilar hafa veitt samþykki.

Ekki gleyma smokknum!
Ekki gleyma smokkn­um! Skjá­skot/​lyfja.is

Hlý föt!

Veður á Íslandi breyt­ist hratt og er mik­il­vægt að skoða veður­spá áður en lagt er af stað í ferðalag. Gott er að pakka góðum hlífðarfatnaði og líka létt­um sum­arflík­um ef að sól­in læt­ur sjá sig.

Góður hlífðarjakki er alltaf góður ferðafélagi.
Góður hlífðar­jakki er alltaf góður ferðafé­lagi. Ljós­mynd/​Becca Tapert

Góða skapið! 

Það má að sjálf­sögðu ekki skilja góða skapið eft­ir heima. 

Það má ekki gleyma góða skapinu.
Það má ekki gleyma góða skap­inu. Ljós­mynd/​Levi Guzm­an

Gleðilega versl­un­ar­manna­helgi kæru lands­menn, gangið hægt um gleðinn­ar dyr!

mbl.is