Engin gjá milli þings og þjóðar

Engin gjá milli þings og þjóðar

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, vissi þegar hann tók við embætti fyrir átta árum að hver sem gegnir embætti forseta lýðveldisins verður ekki farsæll nema hann reyni að vera hann sjálfur.

Engin gjá milli þings og þjóðar

Embættistaka Höllu Tómasdóttur | 1. ágúst 2024

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, lítur glaður og sáttur …
Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, lítur glaður og sáttur um öxl og um leið björtum augum fram á veginn. mbl.is/Eyþór

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, vissi þegar hann tók við embætti fyrir átta árum að hver sem gegnir embætti forseta lýðveldisins verður ekki farsæll nema hann reyni að vera hann sjálfur.

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, vissi þegar hann tók við embætti fyrir átta árum að hver sem gegnir embætti forseta lýðveldisins verður ekki farsæll nema hann reyni að vera hann sjálfur.

Blaðamaður settist niður með Guðna á Bessastöðum á síðasta degi hans í embætti. Guðni og fjölskylda fluttu í júlí í nýtt húsnæði í nágrenni Bessastaða og una hag sínum vel. Guðni kveður Bessastaði með söknuði og segir hann síðustu nóttina í forsetasetrinu á Bessastöðum hafa verið notalega. Hann lítur glaður og sáttur um öxl og um leið björtum augum fram á veginn.

Það er létt yfir Guðna þar sem hann situr fyrir á mynd á skrifstofu sinni á Bessastöðum, hann raular fyrir munni sér dægurlagið sem Friðrik Dór gerði ódauðlegt um árið – „Í síðasta skipti“, og er það ansi viðeigandi.

Ánægjulegast að hitta fólk

Forsetinn viðurkennir að stundum hafi það verið áskorun að sameina rammann sem embættið setur og eigin lyndiseinkenni, óskir og vilja. Hann einsetti sér í upphafi að gegna embættinu þannig að sómi væri að en um leið vissi hann að hver forseti mótar það eftir sínu höfði, innan ramma laga og stjórnskipunar, venju, hefðar og tíðaranda hverju sinni.

Guðni einsetti sér að vera aðgengilegur forseti, hann ferðaðist víða innan lands, lagði sig fram við að kynnast fólki og bjóða því heim á Bessastaði. Finnst honum ánægjulegustu embættisverkin einmitt hafa verið að taka á móti fólki á Bessastöðum og hitta það úti um allt land.

„Íslendingum þykir vænt um þetta embætti og við höfum notið þess, við Íslendingar, að geta gengið til kosninga og valið okkur þjóðhöfðingja. Þær kosningar hafa lengi og yfirleitt verið ansi harðar og hatrammar jafnvel, en þegar úrslit liggja fyrir hafa Íslendingar sagt við sjálfa sig og aðra: „Nú erum við komin með nýjan forseta og unum vel við okkar hag.“Þannig var það áður en ég tók við og ég hef notið þess í embætti að finna fyrir stuðningi almennings. Ég veit að sú verður raunin hjá Höllu líka.“

Guðni, sem þóttist vita sitthvað um embætti forseta þegar hann tók við því árið 2016, viðurkennir að annríki starfans hafi komið sér nokkuð á óvart. Þegar forsetinn er spurður hverju hann hafi helst áorkað í starfi og hvað honum finnist hann hafa skilið eftir sig, segir hann að í embætti forseta geti menn leyft sér, eins og í öðrum störfum, að setja sér einhver lágmarksviðmið: „Tja, það varð ekkert stórkostlegt klúður.“

„Svo getur maður sagt við sjálfan sig: „Ég ætla að setja markið aðeins hærra,“ og þá get ég sagt, fullur þess sjálfstrausts sem eflir hvern mann en vonandi án drambs eða oflætis, sem skemmir fyrir, að þjóðfélagið varð ekki verra á mínum ferli en það var fyrir,“ segir Guðni. 

Lengra viðtal má lesa í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is