Er hægt að koma í veg fyrir hnetuofnæmi hjá börnunum?

Uppeldisráð | 1. ágúst 2024

Er hægt að koma í veg fyrir hnetuofnæmi hjá börnunum?

Hnetur eru algengir ofnæmisvaldar í mat. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni hnetutegund, jarðhnetunni, en þó eru dæmi um að fólk hafi ofnæmi fyrir öðrum hnetutegundum. 

Er hægt að koma í veg fyrir hnetuofnæmi hjá börnunum?

Uppeldisráð | 1. ágúst 2024

Hnetur eru frábær fitu- og próteingjafi.
Hnetur eru frábær fitu- og próteingjafi. Samsett mynd

Hnetur eru algengir ofnæmisvaldar í mat. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni hnetutegund, jarðhnetunni, en þó eru dæmi um að fólk hafi ofnæmi fyrir öðrum hnetutegundum. 

Hnetur eru algengir ofnæmisvaldar í mat. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni hnetutegund, jarðhnetunni, en þó eru dæmi um að fólk hafi ofnæmi fyrir öðrum hnetutegundum. 

Þetta getur verið ógurlegt vesen í mörgum aðstæðum, t.d. í matarboðum, á veitingastöðum og í flugvélum. Hins vegar benda rannsóknir til þess að foreldrar geti  í einhverjum tilfellum komið í veg fyrir að börnin sín þrói með sér hnetuofnæmi með því að kynna þau fyrir hnetufæði snemma á lífsleiðinni.

Vísindamenn við King's College í Lundúnum hafa komist að þeirri niðurstöðu að börn niður í fjögurra mánaða sem komast í tæri við hnetufæði séu ólíklegri til að þróa með sér hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Þessar niðurstöður voru birtar í breska vísindatímaritinu NEJM Evidence nýverið.

Í rannsókninni var yfir 500 börnum, 12 ára og yngri, fylgt eftir. Í ljós kom að börn sem borðuðu reglulega hnetur fyrir fimm ára aldur væru 71% ólíklegri til að fá hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni heldur en þau börn sem borðuðu sjaldan eða jafnvel aldrei hnetur. 

Önnur rannsókn frá Kaliforníu-háskólanum í San Francisco, sem var birt á fréttamiðlinum Washington Post, sýndi svipaðar niðurstöður en þar voru börn upp í fimm ára aldur aðeins rannsökuð og því sýndu niðurstöður ekki langtímaáhrif hnetufæðisins hjá börnunum. 

Giedon Lack, prófessor í barnaofnæmislækningum, sem leiddi rannsóknina í King's College,  sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN að niðurstöðurnar hafi ekki komið honum á óvart. 

„Hnetuofnæmi þróast mjög snemma hjá flestum börnum eða á fyrstu sex til tólf mánuðum lífs þeirra. Ef þú vilt koma í veg fyrir ofnæmið þá þarftu að hefjast handa áður en ofnæmið byrjar,“ sagði Lack. 

Vísindavefurinn

New York Post

mbl.is