Fjögur skotheld grilltrix Bjarka

Grill | 1. ágúst 2024

Fjögur skotheld grilltrix Bjarka

Bjarki Þór Valdimarsson hefur verið heillaður af mat og matargerð frá unga aldri. Hann heldur úti samfélagsmiðlinum Matarmenn þar sem ástríða hans skín í gegn í skemmtilegum uppskriftarmyndböndum, en hann er samhliða því einn af eigendum heilsölunnar og vefverslunarinnar Korriró, áður Verma, sem selur lífstílsmiðaðar vörur. 

Fjögur skotheld grilltrix Bjarka

Grill | 1. ágúst 2024

Bjarki Þór Valdimarsson er mikill matgæðingur og snillingur á grillinu.
Bjarki Þór Valdimarsson er mikill matgæðingur og snillingur á grillinu. Samsett mynd

Bjarki Þór Valdi­mars­son hef­ur verið heillaður af mat og mat­ar­gerð frá unga aldri. Hann held­ur úti sam­fé­lags­miðlin­um Mat­ar­menn þar sem ástríða hans skín í gegn í skemmti­leg­um upp­skrift­ar­mynd­bönd­um, en hann er sam­hliða því einn af eig­end­um heil­söl­unn­ar og vef­versl­un­ar­inn­ar Korriró, áður Verma, sem sel­ur lífstílsmiðaðar vör­ur. 

Bjarki Þór Valdi­mars­son hef­ur verið heillaður af mat og mat­ar­gerð frá unga aldri. Hann held­ur úti sam­fé­lags­miðlin­um Mat­ar­menn þar sem ástríða hans skín í gegn í skemmti­leg­um upp­skrift­ar­mynd­bönd­um, en hann er sam­hliða því einn af eig­end­um heil­söl­unn­ar og vef­versl­un­ar­inn­ar Korriró, áður Verma, sem sel­ur lífstílsmiðaðar vör­ur. 

Bjarki hef­ur sér­lega gam­an að því að töfra fram góm­sæta rétti af grill­inu, en í byrj­un sum­ars­ins deildi hann upp­skrift að sann­kallaðri lúx­us­grill­máltíð með les­end­um mat­ar­vefs mbl.is. Hér gef­ur hann les­end­um fjög­ur skot­held grilltrix sem ættu að nýt­ast vel um helg­ina!

1. Lyk­il­atriði að kjötið nái stofu­hita

„Mik­il­vægt er að kjöt nái stofu­hita áður en það fer á heitt grillið. Þetta trygg­ir jafn­ari eld­un og sporn­ar við því að kjötið ofeld­ist ekki að utan og hald­ist hrátt í miðjunni.“

2. Kjarn­hita­mæl­ir­inn besti vin­ur­inn

„Besti vin­ur þinn á grill­inu er kjarn­hita­mæl­ir­inn sem gef­ur þér hraða út­komu. Ég segi oft við mitt fólk að það er betra að splæsa í einn slík­an frek­ar en að skemma steik fyr­ir and­virði mæl­is.“

3. Ekki víkja frá grill­inu

„EKKI fara frá grill­inu ef þú ert með kjöt í bein­um hita. Það get­ur verið freist­andi en þá er betra að klæða sig í flí­speys­una og taka besta grill­fé­lag­ann, rauðvíns­glasið, með sér því maður get­ur misst fal­lega steik í bál á núll einni. Það er þó í lagi að bregða sér frá þegar maður er kom­inn með kjötið á efri grind og búið að lækka í grill­inu.“

4. Hugaðu að botn­in­um á grill­inu

„Passaðu að leyfa ekki fitu að byggj­ast upp í botn­in­um á grill­inu þínu. Und­ir­ritaður hef­ur lent í því að kveikja í grilli vegna fitu­söfn­un­ar og það er ekki skemmti­leg upp­lif­un að lenda í get ég sagt þér.“

mbl.is